Akranes auglýsir lausa stöðu skipulagsfulltrúa

Akraneskaupstaður auglýsir nýja stöðu skipulagsfulltrúa. Skipulagsfulltrúi fer með umsjón skipulagsmála í bænum, en hlutverk hans er m.a. að veita íbúum, kjörnum fulltrúum, ráðgjöfum, hönnuðum, byggingarverktökum og öðrum þeim sem á þurfa að halda, góða þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar um skipulagsmál.
Skipulagsfulltrúi tilheyrir skipulags- og umhverfissviði og heyrir undir sviðsstjóra þess sviðs. Hann skal tryggja að starfsemi tengd skipulagsmálum sé í samræmi við lög og reglugerðir, gildandi fjárhagsáætlun, sett markmið og ákvarðanir Akraneskaupstaðar.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Umsjón skipulagsmála í bæjarfélaginu
- Gerð skipulagsgagna þar sem því verður viðkomið
- Útgáfa framkvæmdarleyfa og gerð umsagna um skipulags- og byggingaerindi
- Umsjón með kynningu aðal- og deiliskipulags
- Auglýsir skipulagslýsingar og skipulagsbreytingar lögum samkvæmt
- Innleiðing og umsjón með rafrænum lausnum í kynningu aðal- og deiliskipulags eða í skipulagsmálum
- Umsjón og þróun kortasjár bæjarins í samvinnu við byggingarfulltrúa
- Undirbúningur erinda fyrir skipulags- og umhverfisráð
- Lögformleg afgreiðsla erinda og eftirfylgni mála
- Upplýsingagjöf og samskipti við íbúa, kjörna fulltrúa og aðra hagsmunaaðila
- Aðkoma að gerð fjárhagsáætlunar skipulags- og umhverfissviðs í samvinnu við sviðsstjóra
- Önnur sértæk verkefni fyrir Akraneskaupstað
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem arkitekt, landslagsarkitekt, tæknimenntun eða skipulagsfræðingur
- Umsækjandi skal uppfylla menntunar- og hæfniskröfur samkvæmt 7. grein skipulagslaga nr. 123/2010 og 2.5. kafla skipulagsreglugerðar nr. 90/2013
- Reynsla af gerð skipulagsuppdrátta
- Reynsla af starfi tengdu skipulagsmálum
- Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
- Frumkvæði í starfi, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
- Nákvæmni og hæfni í framsetningu efnis
- Góð almenn tölvukunnátta, ásamt kunnáttu í teikniforritum
- Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi æskileg
- Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg
Athugið að umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 6. desember.
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Nánari upplýsingar um störfin veita Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is og Stefanía Hildur Ásmundsdóttir, stefania@hagvangur.is.