Skráning á verkum íslenskra arkitekta - Styrkur frá Nýsköpunarsjóði námsmanna

30. júní 2022
Sigríður Maack

Arkitektafélag Íslands í samstarfi við LHÍ og Hönnunarsafn Íslands hlutu styrk nýverið frá Rannsóknarsjóði námsmanna til skráningu á verkum íslenskra arkitekta. Verkefnið er til þriggja mánaða og munu þrír nemar frá LHÍ vinna að skráningu teikningasafna þriggja íslenskra arkitekta, þeirra Albínu Thordarson, f. 1939, Jes Einars Þorsteinsson f. 1934 og Geirharðs Þorsteinssonar, f. 1934, d. 2017.

Markmið verkefnisins er að leggja grunn að skráningu á byggingarlistarlegum menningararfi þjóðarinnar með samræmdum og faglegum hætti sem yrði vísir að miðlægum gagnagrunni sem nýtast myndi til rannsókna og nýsköpunar á sviði byggingalistar á Íslandi. Aðstandendur verkefnisins, Arkitektafélag Ísands, Listaháskóli Íslands og Hönnunarsafn Íslands, beita sér hver um sig fyrir aukinni almennri vitund um byggingalist sem fag- og fræðigreinar á Íslandi. Með þessu verkefni vilja ofangreindir aðilar í sameiningu taka fyrstu skref í átt að samræmdri skráningu á íslenskri byggingalist í miðlægan gagnagrunn sem nýtast mun til framtíðar.

Fyrsta skref verkefnisins er að finna hvar teikningasöfn þessra arkitekta eru varðveitt, meta umfang þeirra, velja lykilverk þeirra, forskrá þau eftir skráningarkerfi Hönnuarsafns Íslands og ljósmynda þær teikningar sem eru lýsandi fyrir verkin. Nemendur fá kennslu í forskráningu og í skráningu verka á sarpur.is. Það verður að ráðast af umfangi forskráningar hvort tími vinnist til skráningar á Sarpinn sem er nokkuð vandasöm. Albína Thordarson veitir ráðgjöf varðandi eigið teikningasafn, en Halldór Eiríkson og Þorsteinn Geirharðsson arkitektar veita aðstoð við söfn Jes Einars Þorsteinssonar og Geirharðs Þorsteinsssonar.

Þrí nemar taka þátt í verkefninu, Jarþrúður Iða Másdóttir á 1. ári, Hekla Björg Kormáksdóttir á 2. ári og Katrín Heiðar en hún er nú í meistaranámi í arkitektúr við LHÍ.

Umsóknarmenn verkefnisins og samstarfsaðilar eru Sigríður Maack, formaður Arkitektafélags Íslands; Hólmfríður Jónsdóttir, prófessor í arkitektúr við LHÍ og þær stofur sem munu leggja til vinnuaðstöðu fyrir nemendur eru T.ark, PK arkitektar og Arktika.

Að lokum verkefnisins munu nemendur saman skýrslu um framkvæmd verks ásamt kynningu á afrakstri verkefnisins á vegum AÍ, LHÍ og Hönnunarsafns Íslands.

AÍ er gríðarlega þakklátt fyrir styrkinn og er spennt að sjá afrakstur verkefnisins sem vonandi er upphaf af skráningu á íslenskum arkitektúr

Fyrsti fundur styrkþega á Hönnunarsafni Íslands

Dagsetning
30. júní 2022
Höfundur
Gerður Jónsdóttir

Tögg

  • Arkitektúr