Ekki verður úthlutað úr minningarsjóði í ár

Ekki verður úthlutað úr Minningarsjóði Guðjóns Samúelssonar í ár, en stjórn minningarsjóðsins vinnur nú að stefnumótun sjóðsins. Við viljum benda á að gjafir til sjóðsins eru vel þegnar. Öll þau sem vilja leggja málefninu lið mega hafa samband við Arkitektafélagið, ai@ai.is.
Minningarsjóður Guðjóns Samúelssonar var stofnaður 24. nóvember 1990 í samræmi við erfðaskrá Guðjóns frá árinu 1948. Tilgangur sjóðsins er að útbreiða þekkingu á húsagerðarlist í íslenskum anda samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins. Frekari upplýsingar má finna hér.