Björn Steinar, Johanna Seelemann og Brynjar Sigurðarson meðal sýnenda í norrænni samsýningu í Helsinki

10. ágúst 2020

Vöruhönnuðirnir Björn Steinar Blumenstein, Johanna Seelemann og Brynjar Sigurðarson sýna Travel as a Tool í hinu virta finnska hönnunarsafni Design Museo í Helsinki. Á sýningunni er að finna verk eftir nokkra af fremstu hönnuðum heims.

„Þetta er mikill heiður, að fá tækifæri til að sýna samhliða sumum af færustu og þekktustu hönnuðum Norðurlandanna, eins og Arne Jacobsen, Alvar Aalto og Hans J. Wegner. Þessir menn voru mín fyrirmynd þegar ég byrjaði í hönnun á sínum tíma,“ segir Björn Steinar í viðtali við Mannlíf sem má lesa í heild sinni hér en hann og Johanna Seelemann sýna verkið sitt Banana Story á sýningunni.

Banana Story snýst um ferðalög hversdagslegra hluta, í þessu tilviki banana sem eru fluttir frá Ekvador til Íslands, en tilgangurinn með verkefninu er að varpa ljósi á og auka skilning fólks á þeim flóknu ferlum sem eiga sér stað við framleiðslu neysluvarnings.

Auk Björn Steinars og Johönnu þá er vöruhönnuðurinn Brynjar Sigurðarson meðal sýnenda í Travel as a Tool og af öðrum hönnuðum má nefna Kaj Franck, Ramona Salo Myrseth og Arne Jacobsen. Sem fyrr segir er sýningin haldin í finnska hönnunarsafni Design Museo í Helsinki en þema sýningarinnar eru ferðalög norrænna hönnuða í víðum skilningi. Sýningin stendur yfir til 7. mars á næsta ári.

Hér er hægt að lesa nánar um sýninguna.

designmuseo_fi
Mies ja merisiili kohtaavat muotoilija Kaj Franckin matkakuvassa Italiasta. Franck on ottanut kuvan Italian-matkallaan 1950-luvulla. Designmuseon tuoreessa päänäyttelyssä Travel as a Tool nähdään lukuisia Kaj Franckin ottamia valokuvia hänen matkoiltaan eri puolilta maailmaa. Travel as a Tool -näyttelyyn voit tutustua myös sivuiltamme löytyvän 3D-version avulla. Linkki löytyy profiilistamme. Kuva: Designmuseon kuva-arkisto⁠ ⁠ Finnish designer Kaj Franck ‘s travel photo from Italy 1950s. You can now explore our current exhibition Travel as a Tool Design through digital devices. Go check out the 3D-version of the exhibition at our webpage. Link in bio. Museum’s Photo Archive. ⁠ ⁠ #travelasatool #design #travel #traveling #matkat #matkustus #designmuseo @designmuseo_fi #suunnittelu #inspiraatio #kesä #matkakuva #travelphoto #vintagephoto #vintagetravelphoto #1950s #italy
Dagsetning
10. ágúst 2020
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Vöruhönnun