Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
  • Fréttir

    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
  • Verkefni

    • Hönnunarmars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
  • Íslensk hönnun og arkitektúr

    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
  • Fyrir hönnuði

    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
  • Fagfélög

    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
  • Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Bláa Lónið bakhjarl HönnunarMars til næstu þriggja ára

4. maí 2022
Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, Þórey Einarsdóttir, stjórnandi HönnunarMars, Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, markaðs- og vöruþróunarmála hjá Bláa Lóninu, Sigurður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri hönnunar og brand hjá Bláa Lóninu og einn af eigendum Design Group Italia á sýningu þeirra á Hafnartorgi á HönnunarMars.

Bláa Lónið og Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, sem stendur að  HönnunarMars hátíðinni árlega, hafa undirritað samstarfssamning til þriggja ára. Bláa Lónið verður bakhjarl HönnunarMars og mun einnig koma að ýmsum samstarfsviðburðum er tengjast nýsköpun og samfélagslegum verkefnum á næstu árum. Forsvarsmenn þeirra undirrituðu samninginn á sýningu Bláa Lónsins á Hafnartorgi í dag á opnunardegi hátíðarinnar.

Bláa Lónið tekur þátt í HönnunarMars í ár með sýningunni Sögur af sköpun - tilvera hönnunar á The Retreat við Bláa Lónið sem opnar á Hafnartorgi í dag, miðvikudaginn 4. maí kl. 18:00. Í rýminu má einnig finna sýningar FÍT og Félags vöru- og iðnhönnuða. 

Á sýningunni Sögur af sköpun – tilvera hönnunar á The Retreat verður hulunni svipt af tengingu náttúru og mannlífs við hönnun hótelsins og verða sögur, sem hafa áður ekki komið fram, sagðar af þessu innra landslagi. Sýningin er hönnuð af Design Group Italia.  
The Retreat er byggt inn í aldargömul jarðlög og umkringt jarðsjó Bláa Lónsins. Við hönnun hótelsins var frá upphafi lagt mikið upp úr samspili náttúru, vísinda og hönnunar. 

Á sunnudaginn, 8. maí kl. 14, verður viðburðurinn Hvernig er náttúra sköpunar að breytast? haldinn í sýningarrými Bláa Lónsins á Hafnartorgi. Þeir Hrólfur Karl Cela arkitekt hjá Basalt arkitektar og Sigurður Þorsteinsson, hönnuður hjá Design Group Italia, unnu að sköpun The Retreat hótelsins. Munu þeir í þessu spjalli fjalla um vegferðina og óvænt áhrif náttúrunnar á verkefnið.  Náin samvinna upplifunarhönnunar og arkitektúrs verður til umfjöllunar sem og hvernig náttúran varð leiðarstefið í gegnum allt ferlið.  

Það er okkur hjá Bláa Lóninu mikið ánægjuefni að ganga til samstarfs við HönnunarMars. Arkitektúr og hönnun hefur ávallt verið í hávegum höfð hjá fyrirtækinu og segja má að það hafi verið leiðarstefið í uppbyggingu þess frá upphafi

Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa Lónsins. 

Það er mikið gleðiefni að fá Bláa Lónið sem langtímasamstarfsaðila HönnunarMars enda er það í fremstu röð þegar kemur að íslenskri hönnun og hönnunarhugsun. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs og í sameiningu efla þennan kynningarvettvang íslenskrar hönnunar sem og aðra viðburði á okkar vegum

Halla Helgadóttir

Á sýningunni verða meðal annars:

Stólar - Endurgerð íslenskra stóla á The Retreat er verkefni sem Bláa Lónið kom á fót ásamt Hönnunarsafni Íslands, þar sem verk helstu hönnuða 20. aldarinnar, eins og Sveins Kjarval, Gunnars H. Guðmundssonar og Guðmundar Benediktssonar, öðlast nýtt líf í nútímasamfélagi.

Leirlistasafn - Íslensk leirlist frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar er til sýnis í opnum rýmum á The Retreat. Það sem einkennir leirmuni frá þessu tímabili er hraun sem var fest á leirmunina, sem síðan voru brenndir og glerjaðir. Þessir munir eru gjarnan nefndir eftir leirverkstæðinu Glit sem ruddi þessari aðferð braut og þeir hafa mikið sögulegt gildi í íslenskri leirlist. Þeir munir sem eru til sýnis á The Retreat hverju sinni eru hluti af stærsta leirmunasafni Íslands sem nær yfir öll tímabil leirmunagerðar á Íslandi. Bláa Lónið keypti safnið af Önnu Eyjólfsdóttur keramiksafnara á sínum tíma og gaf Hönnunarsafni Íslands það til varðveislu. Safnið telur yfir 1.600 muni.

Húsgögn og húsbúnaður innblásinn af hrauni og mosa - Hraun er órjúfanlegur hluti hönnunar á The Retreat.  Það glæðir rými hótelsins lífi og er innblástur fagurfræðilegrar nálgunar í efnis- og húsgagnavali. Hraun má finna í smáu sem stóru, frá matardiskum til handgerðra basaltborða – sem unnin voru úr gríðarstórum basalthellum sem féllu til við byggingu hótelsins. Þannig er gosbergið, sjálft landið, grunnurinn að þessari tímalausu fágun sem er alltumlykjandi. Gólfteppin eru einnig sérhönnuð af íslensku handverkskonunni Sigrúnu Lara Shanko og eru innblásin af mosaklæddu ytra byrði Svartsengis. Þannig verður til sjónræn tenging á milli þess sem finna má inni og úti.

Sýningin á dagskrá HönnunarMars.is

Ýttu hér

Tengt efni

  • Gleðilegan Hönnunarmars! Dagskrá - Dagur 1

  • Slippbarinn X HönnunarMars

  • Sjálfbær ferðamennska í norðri

Dagsetning
4. maí 2022
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Greinar
  • HönnunarMars

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200

Þessi vefur notar vafrakökur (e. cookies) til að tryggja sem besta upplifun af notkun vefsins. Lesa meira um vafrakökur.