Nesstofa við Seltjörn eftir Þorstein Gunnarsson

8. febrúar 2023

Bókin Nesstofa við Seltjörn eftir Þorstein Gunnarsson, arkitekt FAÍ, hefur verið tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis ásamt níu öðrum fræðiritum. Nessstofa við Seltjörn var einnig tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna á síðasta ári.

Nesstofa við Seltjörn var reist 1761-1767 sem embættisbústaður Bjarna Pálssonar, fyrsta landlæknisins á Íslandi. Árið 1772 var húsinu skipt milli hans og Björns Jónsonar, fyrsta lyfsalans á Íslandi. Árið 1834 var húsið selt og starfsemi landlæknis og lyfsala flutt til Reykjavíkur.  Í þessari bók er byggingarsaga Nesstofu rakin og sagt frá helstu breytingum, sem á henni voru gerðar í tímans rás, auk þess sem brugðið er upp svipmyndum af lífi og störfum fólksins í Nesi eftir því sem heimildir leyfa.

Í bókinni er byggingarsaga Nesstofu rakin og sagt frá helstu breytingum, sem á henni voru gerðar í tímans rás, auk þess sem brugðið er upp svipmyndum af lífi og störfum fólksins í Nesi eftur því sem heimildir leyfa. Þá er fjallað ítarlega um um endurreisn hússins, sem unnin var af Þjóðminjasafni Íslands í tveimur áföngum, 1980-1986 og 2004-2008, með það markmiði að færa húsið eins nálægt upprunalegri gerð og kostur væri með áherslu á sögulegt gildi þess og byggingarlist; veitir sú frásögn innsýn í vinnuna við endurreisn firðaðra húsa, byggingarsögulegarrannsóknir, hönnun, og smíði.

Danski húsameistarinn Jacob Fortling teiknaði Nesstofu. Í bókinni er rækilegt yfirlit yfir húsagerð hans á heimslóðum, byggingarlist Nesstofu skýrð með hliðsjón af meginþáttum húsagerðar, rými, formi og nytsemd, og öðrum mannvirkjum hans á Íslandi gefinn gaumur, það á meðal Bessastaðastofu, en einnig viðbyggingum við Hóladómkirkju, stöpli og skrúðhúsi, sem höfundur færir rök fyrir að séu verk Fortlings.

Þorsteinn Gunnarsson er arkitekt frá Listháskólanum í Kaupmannahöfn og nam einnig byggingarfornleifafræði við franska fornleifaskólann í Aþenu. Hann hefur hannað endurgerð margra sögulegra bygginga, stundað rannsóknir á steinhúsum átjándu aldar og íslenskri húsagerð á miðöldum og skrifað bækur um hvort tveggja. Hann hefur jafnframt ritstýrt bókaflokknum Kirkjur íslands.

Dagsetning
8. febrúar 2023
Höfundur
Gerður Jónsdóttir

Tögg

  • Arkitektúr