Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
  • Fréttir

    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
  • Verkefni

    • Hönnunarmars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
  • Íslensk hönnun og arkitektúr

    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
  • Fyrir hönnuði

    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
  • Fagfélög

    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
  • Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

DesignTalks 2022 - Anders Lendager, arkitekt, stofnandi og framkvæmdastjóri Lendager Group

4. apríl 2022

Anders Lendager, arkitekt, stofnandi og framkvæmdastjóri Lendager Group kemur fram á DesignTalks 2022 alþjóðlegu ráðstefnunni og lykilviðburði HönnunarMars, sem varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga.

Lendager Group hefur fest sig í sessi sem eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki í Danmörku þegar kemur að sjálfbærum arkitektúr. Verkefnið þeirra, Resource Rows, var tilnefnt til virtustu arkitektúrverðlauna heims – ESB-verðlaunin fyrir nútímaarkitektúr – Mies van der Rohe-verðlaunin 2022. Verkefnið er byggt með endurnýjuðu efni og sparar 29% CO2.

Anders er lærður arkitekt frá arkitektaskólanum í Árósum og þekktur sem brautryðjandi á sviði sjálfbærni og fyrir að þrýsta dönskum byggingariðnaði í átt að  sjálfbærni og hringrás. Hann á sæti í stjórn danskra arkitektastofa, meðlimur í ráðgjafaráði SDG Accelerators á vegum Sameinuðu þjóðanna, er gestaprófessor við arkitektaskólann við Árósum - auk þess að sitja í mörgum mismunandi nefndum á sviði loftslagsaðgerða og umhverfisþróun. 

Anders hefur náð tökum á því að endurhugsa grunninn að byggingarframkvæmdum og hvernig á að búa til nýjar aðferðir til á endurvinnslu á efnum - með það að markmiði að skapa heilbriðgan, grænan og hringrásarhæfan heim fyrir okkur öll í hinu byggða umhverfi. 

DesignTalks 2022 snýr aftur á dagskrá þann 4. maí í Silfurbergi í Hörpu. Stjórnandi er Hlín Helga Guðlaugsdóttir og kynnir verður Marcus Fairs, ritstjóri og stofnandi ein virtasta hönnunarmiðils í heimi í dag, Dezeen, sem tengir samtalið alþjóðlegu samhengi og dregur fram mikilvægi þess fyrir breiðari hóp. 

Dagskrá dagsins verður ferðalag um fornar aðferðir, seiglu, handverk og frumbyggja visku, um tilraunir til endurhugsunar núverandi kerfa, viðbragð við krísuástandi, hönnun upplýsinga, tækni og gagnalæsi yfir í útvíkkaða raunveruleika og spáhönnun sem dregur upp framtíðarmyndir til að spegla og rýna samtímann.

„Þetta verður hátíð ímyndunaraflsins - og stund íhugunar.” 

- Hlín Helga, stjórnandi DesignTalks.

Búið er tilkynna þau Liam Young, leikstjóra og sci-fi arkitekt, Giorgiu Lupi, upplýsingahönnuð og partner hjá Pentagram, Stefán Laxness, arkitekt og fræðimann og Valdís Steinarsdóttir, hönnuð. Það stefnir því í fjölbreyttan dag í Hörpu þann 4. maí  - fylgstu með hér er við tilkynnum hverjir fleiri koma fram á DesignTalks 2022.

Forsölu fer senn að ljúka svo við mælum með að hafa hraðar hendur og tryggja sér miða.

Tryggðu þér sæti á DesignTalks 2022

Vertu með og taktu þátt í að skapa framtíðina og tryggðu þér sæti hér. Sérstakt forsöluverð í takmarkaðan tíma!  - Viltu fjölmenna og panta fyrir hóp? Vinsamlegast hafðu samband við midasala@harpa.is s. 5285050
*Minnum á að kanna möguleika á niðurgreiðslu stéttarfélaga vegna miðakaupa.

Ýttu hér
Viðburður á Facebook

Tengt efni

  • DesignTalks 2022 - Stefán Laxness, arkitekt, fræði- og listamaður

  • DesignTalks 2022 - Giorgia Lupi, upplýsingahönnuður og partner hjá Pentagram

  • DesignTalks 2022 - Liam Young, sci-fi arkitekt og leikstjóri

Dagsetning
4. apríl 2022
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Fagfélög
  • Greinar
  • DesignTalks
  • HönnunarMars

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200

Þessi vefur notar vafrakökur (e. cookies) til að tryggja sem besta upplifun af notkun vefsins. Lesa meira um vafrakökur.