Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • Hönnunarmars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Dialogue on Design in Nature - Danmörk

5. maí 2022
Anna María Bogadóttir, stjórnandi samtals, Boris Brorman Jenssen, Stine Lea Jacobi og Þórhallur Sigurðsson, voru þátttakendur í samtalinu í Kaupamnnahöfn.

Hvernig hönnum við samtal á milli fjölda opinberra fyrirtækja og einkafyrirtækja þegar kemur að hönnun í náttúrunni?

Anna María Bogadóttir, arkitekt, stýrði samtölum um hönnun í norrænni náttúru í sendiráðum Íslands í Helsinki, Osló, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Sendiráðin héldu hvert um sig sérstakan viðburð í aðdraganda HönnunarMars. Anna María fékk til liðs við sig hönnuði, arkitekta og hagsmunaaðila, einn frá Íslandi og einn fulltrúa frá viðeigandi landi, til þess að ræða hlutverk hönnunar í tengslum við sjálfbæra ferðamennsku á Norðurlöndunum. Samtölin eru hluti af verkefninu Hönnun í norrænni náttúru, sem Anna María leiðir fyrir hönd Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, í samstarfi við norrænan stofnanir og sérfræðinga. 

Samtölin koma nú út í fjögurra þátta hlaðvarpsseríu sem allir geta hlustað á, Dialogue on Design in Nature. Hlaðvörpin eru á ensku. 

Er hægt að hanna samband okkar við náttúruna? Hvernig ýtir hönnun undir og styrkir tengsl okkar við náttúruna? Þetta eru meðal spurninga sem verkefnið Hönnun í norrænni náttúru varpar ljósi á. Verkefnið er hluti af formennskuverkefni Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og snýr að stærra framtaki sem fjallar um sjálfbæran ferðamennsku á Norðurlöndunum. Með völdum verkefnum er varpað ljósi á fjölbreyttar hönnunarlausnir sem ýta undir verndun náttúrunnar og hvetja til ábyrgðar í umgengni við náttúruna. Verkefnin voru valin með því að skoða söguna, staðbundnar hönnunarhefðir og reynt að sjá fyrir möguleika framtíðarinnar sem liggja í nýrri tækni, samstarfi og nýsköpun.

Hlaðvörpin voru tekin upp í bústöðum sendiherra  Íslands á Norðurlöndunum í samstarfi við sendiráðin, Íslandsstofu og norræna samstarfsaðila verkefnisins. 

Anna María Bogadóttir, stjórnandi samtals, Boris Brorman Jenssen og Þórhallur Sigurðsson, þátttakendur í samtali, ásamt Lilju Dögg Alfreðsdóttur, Menningar- og viðskiptaráðherra Íslands

Þátttakendur í samtali í Sendiráði Íslands í Danmörku:

Boris Brorman Jenssen er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og arkitekt sem hefur unnið að rannsóknum og kennslu í arkitektúr við fjölda háskóla bæði í Danmörku og erlendis - m.a. í Háskólanum í Sydney og við hönnunardeild Harvard-háskóla. Hann er höfundur, meðhöfundur og ritstjóri fjölda greina, ritgerða og bóka um arkitektúr og borgarskipulag. Undanfarið hefur hann að mestu unnið við stefnumótandi ráðgjöf og hugmyndavinnu innan arkitektúrs, hönnunar, landslagshönnunar og skipulags. Hann er fagstjóri meistaranáms í borgarskipulagi og fyrirlesari við Konunglega danska arkitektaskólann í Kaupmannahöfn. 

Þórhallur Sigurðsson er meðstofnandi Andersens & Sigurdsson Architects, teiknistofu sem leggur áherslu á að rannsaka arkitektúr í fræðilegu, listrænu og hagnýtu samhengi. Þórhallur lærði í Danska hönnunarskólanum og í Konunglega danska arkitektaskólanum í Kaupmannahöfn, þar sem hann hefur starfað sem kennari. Hann hefur einnig starfað sem dósent í byggingartæknifræði arkitektúrs við Danska tækniháskólann.

Stine Lea Jacobi gekk til liðs við Realdania árið 2011 en Realdania eru mannúðarsamtök sem vinna að því að bæta lífsgæði í gegnum manngert umhverfi. Stine er ein af þeim sem er í forsvari fyrir samtökin en hún er yfirmaður teymis sem sérhæfir sig í byggingararfleifðum, arkitektúr, hönnun staða og þróun afskekktra byggða. Stine Lea Jacobi er með meistaragráðu í arkitektúr frá Konunglega danska arkitektaskólanum og hefur í sinni eigin praktíkt sérhæft sig í hönnun almenningsrýma og samfélagsþróun, þekkingarstjórnun og sjálfbærri hönnun.

Stjórnandi:

Anna María Bogadóttir, arkitekt og menningarfræðingur, leggur áherslu á menningar- og félagslegar hliðar arkitektúr og vinnur með arf, frásagnir og miðlun sem umbreytandi afl í byggðu umhverfi. Hún er stofnandi Úrbanistan sem fæst við fjölbreytt hönnunar-, varðveislu-, og skipulagsverkefni auk þess að stunda útgáfu, sýninga- og kvikmyndagerð er snýr að eðli og umbreytingu manngerðs umhverfis. Anna María hefur mikla reynslu af stefnumótandi hönnun á landsvísu og alþjóðlegum vettvangi. Hún leiðir verkefnið Hönnun í norrænni náttúru fyrir hönd Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Anna er lektor í arkitektúr við Listaháskóla Íslands.

Hlustaðu á hlaðvarpið hér

Myndir frá viðburðinum í Kaupmannahöfn

Anna María Bogadóttir, stjórnandi samtals, Boris Brorman Jenssen, Stine Lea Jacobi og Þórhallur Sigurðsson, voru þátttakendur í samtalinu í Kaupamnnahöfn.
Dagsetning
5. maí 2022
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir
Ljósmyndari
Aníta Eldjárn

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Greinar
  • Design in Nordic Nature

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200