Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • Hönnunarmars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Ert þú næsti stjórnandi HönnunarMars?

4. október 2022
Frá opnun HönnunarMars 2022 í Hörpu. Mynd/Aldís Pálsdóttir

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs óskar eftir að ráða skapandi, framsækinn og kraftmikinn einstakling í starf stjórnanda HönnunarMars.

HönnunarMarser ein af borgarhátíðum Reykjavíkur og fer næst fram í fimmtánda sinn dagana 3.- 7. maí í Reykjavík auk þess að teygja anga sína um allt höfuðborgarsvæðið. Hátíðin er brú milli ólíkra heima og veitir innsýn inn í breytingar til framtíðar, og suðupunktur fyrir ferskan innblástur og óvæntar nálganir. HönnunarMars sameinar, eflir samtal, vekur forvitni, veitir innblástur og er helsta kynningarafl íslenskrar hönnunar innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi. 

Stjórnandi ber ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd HönnunarMars í samstarfi við stjórn HönnunarMars, framkvæmdastjóra Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Starfið er yfirgripsmikið og krefst góðrar þekkingar á hönnun og arkitektúr, samskiptahæfni og góðrar yfirsýnar. Stjórnandi hefur umsjón með og tekur þátt í öðrum verkefnum á vegum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Um er að ræða fullt starf og umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Þórey Einarsdóttir, sem hefur leitt hátíðina síðustu þrjú ár, heldur á vit nýrra ævintýra og mun vera nýjum stjórnanda innan handar fyrst um sinn. 

Lykilverkefni stjórnanda 

  • Stýra, efla og halda utan um verkefnið HönnunarMars
  • Dagskrár- og viðburðastjórnun
  • Ráðning og umsjón með verkefnastjórum og starfsmönnum hátíðarinnar
  • Samskipti og ráðgjöf við samstarfsaðila og þátttakendur 
  • Gerð markaðs- og kynningarefnis í samstarfi við kynningarstjóra
  • Þátttaka í alþjóðlegum verkefnum og kynningarstarfi  
  • Fundarstjórn og kynningar

Hæfnis- og menntunarkröfur

  • Frumkvæði, sterk sýn, áræðni og brennandi áhugi á verkefninu
  • Þekking á hönnun og arkitektúr á Íslandi og erlendis
  • Reynsla af fjármögnun, gerð og umsjón með fjárhagsáætlunum
  • Háskólamenntun og/eða reynsla sem nýtist í starfinu
  • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun / viðburðastjórnun
  • Sjálfstæð vinnubrögð og framúrskarandi skipulagshæfileikar
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, og færni í Norðurlandamáli kostur

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs er upplýsinga- og kynningarmiðstöð fyrir íslenska hönnun og arkitektúr á Íslandi og erlendis. Miðstöðin er hreyfiafl sjálfbærrar verðmætasköpunar sem byggir á hönnun og arkitektúr og stuðlar að auknu samstarfi milli hönnuða og fyrirtækja og vinnur að því að efla hönnunardrifna nýsköpun sem mótandi afl í samfélagi og atvinnulífi framtíðar á Íslandi.

Í Miðstöð hönnunar og arkitektúrs starfa 4 starfsmenn auk tímabundinna starfsmanna. Lögð er áhersla á samvinnu, opin samskipti, frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og gott andrúmsloft. Nánari upplýsingar um starfssemi Miðstöð hönnunar og arkitektúrs má lesa um hér.

Umsóknarfrestur er til og með 24. október nk. Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsjón með starfinu hafa Hilmar G. Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is) og Hildur J. Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is). Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið HÉR.

–
Heimasíða HönnunarMars

Tengt efni

  • Hátt í 100 umsóknir bárust um þátttöku á HönnunarMars 2023

  • Ragnheiður og Nils ný í stjórn HönnunarMars

  • Sjáumst á HönnunarMars 2023

Dagsetning
4. október 2022

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Greinar
  • HönnunarMars

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200