Ertu að leita að hönnuði eða arkitekt?

23. janúar 2022

Yfirlit yfir hönnuði og arkitekta er komið í loftið á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Markmiðið er að auka sýnileika og auðvelda aðgengi að hönnuðum og arkitektum. 

Um er að ræða yfirlitssíðu yfir starfandi hönnuði og arkitekta á Íslandi með góðri leitarvél sem auðveldar notandanum leitina. Allir hönnuðir og arkitektar sem eru skráðir á síðunna eru félagar í fagfélögum hönnuða og arkitekta hér á landi. 

Leitarvél síðunnar er upplýsandi og leiðbeinandi fyrir þau fjölbreyttu störf og verkefni á sviði hönnuða og arkitekta.

Síðan er hönnuð af Studio Erla & Jónas og Studio Studio og unnin af KODO

Yfirlitið er bæði á ensku og íslensku og gífurlega mikilvægt verkfæri fyrir Miðstöðina, félögin, hönnuði, arkitekta og almenning til að auka sýnileika íslenskrar hönnunar í ólíku samhengi. 

Dagsetning
23. janúar 2022
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Fagfélög
  • Yfirlit