Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
  • Fréttir

    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
  • Verkefni

    • Hönnunarmars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
  • Íslensk hönnun og arkitektúr

    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
  • Fyrir hönnuði

    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
  • Fagfélög

    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
  • Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Farmers Market á DesignTalks

19. febrúar 2025

Bergþóra Guðnadóttir og Jóel Pálsson, stofnendur Farmers Market koma fram á alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem fer fram þann 2. apríl, undir þemanu Uppspretta.

Farmers Market er íslenskt hönnunarfyrirtæki, stofnað árið 2005 af hjónunum Bergþóru Guðnadóttur hönnuði og Jóel Pálssyni tónlistarmanni og heldur því uppá tuttuga ára afmælí í ár. Þau sækja innblástur í ræturnar; íslenska arfleifð, náttúru og menningu svo úr verður vörulína þar sem klassísk norræn hönnunarstef kallast á við mínímalískan módernisma þar sem sveitarómantíkin er aldrei langt undan. Sjálfbærni, notagildi og virðing fyrir umhverfinu eru leiðarstef Farmers Market, en fatnaðurinn hentar við fjölbreytt tilefni, útivist til jafns við borgarlíf.

"Við staðsetjum okkur á krossgötum, skurðpunkti þar sem fortíð mætir nútíð, hið þjóðlega mætir hinu alþjóðlega og sveitin mætir borginni. Okkur þykir spennandi að bræða saman þessa heima.”

- Bergþóra Guðnadóttir, hönnuður

Algengast er að hugsa sér að uppsprettan marki augnablik í tíma þar sem eitthvað byrjar eða verður til. Uppspretta hugmynda, innblásturs eða lífs jafnvel! En uppsprettan er líka myndlíking fyrir að endurskoða hugmyndir, taka skref til baka, tengjast aftur upprunanum, hreinsa hugann eða endurnýja sig. Að venju, mun stórkostlegur hópur hönnuða, arkitekta og skapandi hugsuða koma fram á DesignTalks og nálgast þemað út frá ólíkum hliðum.

Alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks fer fram í Silfurbergi í Hörpu þann 2. apríl 2024.

Miðasalan er í fullum gangi, en uppselt hefur verið á þennan vinsæla viðburð síðustu ár, tryggðu þér miða í þetta ferðalag að Uppsprettunni.

Tryggðu þér miða á DesignTalks hér

Tengt efni

  • Arnhildur Pálmadóttir, arkitekt á DesignTalks 2025

  • Ferdinando Verderi á DesignTalks 2025

  • Lina Ghotmeh á DesignTalks 2025

Dagsetning
19. febrúar 2025
Höfundur
Guðrún Edda Einarsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Greinar
  • HönnunarMars
  • DesignTalks

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200

Þessi vefur notar vafrakökur (e. cookies) til að tryggja sem besta upplifun af notkun vefsins. Lesa meira um vafrakökur.