FENEYJASKRÁIN - málþing 18. apríl
FENEYJASKRÁIN Grunnur að verndarstarfi í 60 ár. Málþing 18. apríl kl. 13.30 í Þjóðminjasafni Íslands. Á alþjóðadegi menningarminja 18. apríl verður haldið málþing í tilefni þess að í ár eru liðin 60 ár frá því að Feneyjaskráin var gefin út. Fjallað verður um gildi Feneyjarskrárinnar sem er leiðarljós í starfi ICOMOS. Með Feneyjaskránni voru settar fram alþjóðlegar viðmiðunarreglur um varðveislu og endurgerð minja og minjastaða.
Erindi flytja:
- Guðný Gerður Gunnarsdóttir, formaður Íslandsdeildar ICOMOS: Feneyjaskráin: Grunnur að verndarstarfi í 60 ár.
- Alberte Klysner Steffensen, arkitekt PhD, fræðimaður við Arkitektaskólann í Árósum:
From Monuments to Living Heritage: Revisiting the Venice Charter in the Face of the Contemporary. (Erindið verður flutt á ensku gegnum fjarfundarbúnað). - Rúnar Leifsson, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands: Frá Feneyjum til Íslands.
- Hjörleifur Stefánsson, arkitekt: Feneyjaskráin: Hagnýt viðmið eða fílabeinsturn?
Umræður verða að erindum loknum.
Gert er ráð fyrir að málþinginu ljúki um kl. 16.30.