Tilnefningar til FÍT verðlaunanna 2023

13. mars 2023

92 verk hljóta tilnefningu til FÍT verðlaunanna 2023. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á verðlaunaafhendinguna sem haldin verður í Grósku, föstudaginn 17. mars kl. 19:00.

Hlutverk FÍT verðlaunanna er að veita því viðurkenningar sem skarar fram úr á Íslandi í grafískri hönnun og myndlýsingum. Innsendingar eru dæmdar út frá faglegum forsendum og tilnefningar aðeins veittar ef verk þykir vera framúrskarandi. Sömuleiðis er á valdi dómnefndar að ákveða hvort veittar séu viðurkenningar og hversu mörg verk hljóti tilnefningu í hverjum flokki.

Tilnefningar í ár voru aðeins veittar í 19 flokkum, en ákvörðun dómnefndar var að tilnefna engin verk í Opnum stafrænum flokki og Gagnvirkri miðlun.

Kynningar fyrir tilnefnd verk má hlaða niður hér fyrir neðan.

Stakar myndlýsingar

Myndlýsingar fyrir auglýsingar og herferðir

Myndlýsingaröð

Veggspjöld

Bókakápur

Bókahönnun

Upplýsingahönnun

Umhverfisgrafík

Stakar auglýsingar fyrir prentmiðla

Auglýsingaherferðir

Umbúðir og pakkningar

Geisladiskar og plötur — Í samstarfi við Íslensku Tónlistarverðlaunin

Firmamerki

Menningar- og viðburðarmörkun

Mörkun fyrirtækja

Hreyfigrafík

Vefsvæði

Opinn flokkur

Nemendaflokkur

Dagsetning
13. mars 2023
Höfundur
Anton Jónas Illugason

Tögg

  • Greinar
  • fréttir
  • Fréttir
  • Grafísk hönnun
  • Grafísk hönnun