Fjárfestum í hönnun

9. maí 2023
Fundarstjóri ásamt gestum og stjórnanda HönnunarMars.

Pallborðsumræður undir yfirskriftinni Fjárfestum í hönnun var á dagskrá HönnunarMars í ár. Fullt var á viðburðinn sem fór fram í nýjum húsakynnum Landsbankans við Austurbakka og voru gestir sammála um mikilvægi þess að opna á umræður um þessi málefni. 

Um var að ræða örerindi og í kjölfarið pallborðsumræður um fjármagn. Vettvangur sem fjallaði um tækifærin sem felast í að fjárfesta í hönnun og mikilvægi þess. Hvers vegna á að fjárfesta í hönnun og hvaða leiðir hafa hönnuðir til að sækja sér fjármagn?

Reynslumiklir einstaklingar úr heimi hönnunar og fjárfestinga deildu sinni sýn og svöruðu spurningum þetta mikilvæga viðfangsefni.

Þeir sem komu fram voru:

  • Anders Färdig, CEO Design House Stockholm
  • Sigurður Þorsteinsson, Chief Design Officer, Design Group Italia
  • Ragna Margrét Guðmundsdóttir, Pikkoló
  • Helga Árnadóttir, CEO, Tulipop
  • Helga Valfells, Crowberry Capital.

Fundarstjóri var Snorri Másson, fjölmiðlamaður.

Hér má sjá myndir sem Aldís Pálsdóttir tók af viðburðinum.

Dagsetning
9. maí 2023
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • HönnunarMars