Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
  • Fréttir

    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
  • Verkefni

    • Hönnunarmars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
  • Íslensk hönnun og arkitektúr

    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
  • Fyrir hönnuði

    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
  • Fagfélög

    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
  • Miðstöð hönnunar og arkitektúrs

    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Flétta kemur fram á DesignTalks 2024

9. apríl 2024

Hönnuðirnir Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir koma fram á alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem fer fram í Hörpu þann 24. apríl. Saman reka þær hönnunarstúdíóið Fléttu sem vinnur að fjölbreyttum verkefnum þar sem endurnýting hráefna og staðbundin framleiðsla spilar lykilhlutverk. Á yfirborðinu einkennast verk þeirra af leikgleði og léttleika en undir niðri krauma gagnrýnar spurningar.

„Paul Smith gaf einu sinni út bókina: Þú getur fundið innblástur allsstaðar - (Og ef þú getur það ekki, horfðu þá aftur.) Hann hefði getað verið að lýsa verkum Stúdíó Fléttu, því þær finna virðið þar sem öðrum yfirsést. Hugsunarháttur sem er mikilvægt tól frammi fyrir hráefnaskorti efnisheimsins. Enda hlutu þær Hönnunarverðlaun Íslands 2024 bæði fyrir verk og innsetningu ásamt Ýrúrarí.“

Hlín Helga Guðlaugsdóttir, stjórnandi DesignTalks 

Á HönnunarMars í ár er ástand heimsins speglað í sirkusnum og á DesignTalks er jafnvægis leitað og sirkushringurinn nýttur til að halda hugmyndum á lofti, spúa eldfimri snilld og fljúga hátt!

Dagskrá dagsins tekst á við öfgar og ójafnvægi ýmiskonar. Ofgnótt upplýsinga, hráefnisskort, möguleika nærumhverfisins í hnattrænu samhengi, enduruppbyggingu, heimsfjölskylduna og innri ró mun bera á góma. Í þessum tælandi töfraheimi er allt mögulegt en undir yfirborðinu kraumar hið óvænta og stundum óþægilega.

Alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks fer fram í Silfurbergi í Hörpu þann 24. apríl 2024.

Miðasala er í fullum gangi, en uppselt hefur verið á þennan vinsæla viðburð síðustu ár. Ekki missa af þessari veislu sköpunarkraftsins! 

Flétta - heimasíða

DesignTalks - miðasala

Ýttu hér til að kaupa miða

Tengt efni

  • Alan Ricks, MASS Design Group kemur fram á DesignTalks 2024

  • Robert Thiemann og Hrund Gunnsteinsdóttir á DesignTalks 2024

  • Lisa Lapauw og Mous Lamrabat á DesignTalks 2024

  • Bompas & Parr á DesignTalks 2024

  • Rán Flygenring á DesignTalks 2024

  • James Merry á DesignTalks 2024

  • Atelier NL á DesignTalks 2024

Dagsetning
9. apríl 2024
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • HönnunarMars
  • DesignTalks

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200

Þessi vefur notar vafrakökur (e. cookies) til að tryggja sem besta upplifun af notkun vefsins. Lesa meira um vafrakökur.