Vilt þú taka þátt í nefndarstörfum fyrir Arkitektafélag Íslands?

Aðalfundur Arkitektafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 26. febrúar næstkomandi. Á aðalfundi er m.a. kosið um setu í nefndum fyrir félagið og í stjórn félagsins. Við hvetjum öll sem hafa áhuga á að sinna trúnaðarstörfum fyrir félagið til að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið ai@ai.is.
Nefndir félagsins eru eftirfarandi:
- Dagskrárnefnd
- Laganefnd
- Menntanefnd
- Orða-og ritnefnd
- Samkeppnisnefnd
- Siðanefnd
- Framþróunarnefnd
Auk nefndarstarfa er kosið í eftirfarandi embætti:
- Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara
- Kosning fulltrúa í stjórn Minningarsjóðs Guðjóns Samúelssonar
- Kosning annarra fulltrúa í samtök og ráð sem félagið er aðili að
Á aðalfundi árið 2023 var kosin stjórn AÍ sem nú hefur setið til tveggja ára. Sitjandi stjórn hyggst bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarstarfa en á aðalfundinum verður kosið í öll þrjú embætti stjórnar:
- Formann
- Gjaldkera
- Ritara
Framboð í nefndir og embætti berist á netfangið ai@ai.is