Fundur norrænu arkitektafélaganna í Færeyjum 19.-20. september 2024
Norrænu arkitektafélögin funduðu saman í Thorshavn í Færeyjum nú 19.-20. september síðastliðinn. Fundur er haldinn árlega alla jafna og var síðast haldinn með formlegum hætti í Stokkhólmi árið 2022. Á síðasta ári, 2023, var hann haldinn með óhefðbundnari sniði í Kaupmannahöfn í tengslum við UIA ráðstefnuna.
Á fundinum er farið er yfir sameiginleg málefni sem snerta félög og félagsmenn og tengslin styrkt. Helga Guðrún Vilmundardóttir, gjaldkeri stjórnar og Elísa Jóhannsdóttir, verðandi framkvæmdastjóri AÍ, fóru fyrir hönd Arkitektafélagsins út á fundinn með dyggri aðstoð Jóhönnu Höeg ritara og Sigríðar Maack formanns, sem fóru á eigin vegum.
Hér verður stiklað á stóru um þau mál sem tekin voru fyrir á fundinum.
Hvert og eitt land gaf góða skýrslu um starf síns félags. Þar er mikilvægt að heyra hvernig starfið er skipulagt og fjármagnað. Ísland er eina landið á Norðurlöndunum þar sem arkitektúr er lögverndað starfsheiti. Svíþjóð er eina landið þar sem öll félög hins byggða umhverfis eru undir sama hatti, þ.e. arkitektar, landslagsarkitektar, innanhúsarkitektar og skipulagsfræðingar og er auk þess starfandi stéttarfélag.
Fór íslenska sendinefnin í stórum dráttum yfir það sem hefur verið efst á baugi hjá AÍ að undanförnu. Þar ber helst að nefna þá ákvörðun meðlima AÍ að segja skilið við stéttarfélagshlutann og einbeita sér að því að vera sterkt fagfélag. Einnig var rætt að Ísland væri nú að taka þátt í Feneyjatvíæringnum í Arktitektúr í fyrsta sinn og miðluðu okkar skandinavísku kollegar af sinni miklu reynslu hvað þátttöku varðar.
Önnur mál sem rædd voru voru meðal annars höfnundarréttar mál og þær áskornarnir sem arkitektar standa frami fyrir varðandi þau mál. Arkitektetar standa frammi fyrir breyttum veruleika á heimsvísu í tengslum við tækniframþróun og samþjöppun vinnuafls. Eru stærri löndin og sértaklega Svíþjóð að leita lausna við að takast á við aukið viðvarandi atvinnuleysi í faginu og í því samhengi að reyna að sjá fyrir hvaða breytingar séu í vændum í stétt arkitekta á næstu árum.
Rætt var að auka samvinnu og samskipti þvert á félögin og þá sérstaklega var áhugi hjá Íslendingum og Færeyingum að auka samstöðu og samvinnu sín á milli.
Farið var yfir niðurstöður og tilgang UIA ráðstefnunnar sem haldin var í Kaupmannahöfn í byrjun júlí og tilgang og gildi norrænu félaganna fyrir því að vera þátttakendur í þessu samstarfi.
Farið var í skoðunarferð um hin fornfræga þingstað Færeyingar Tinganes. Áhugaverðar tengingar í nýtingu gamalla bygggina í nýju samhengi skoðaðar.