Arkitektinn Charles Durett og Kjarnasamfélög (cohousing) á fyrsta þriðjudagsfyrirlestri vetrarins

30. ágúst 2023

Fyrsti þriðjudagsfyrirlestur Arkitektafélagsins í vetur verður haldinn þriðjudaginn 5. september kl. 20.00 í Fenjamýri, Grósku. Fyrsti fyrirlesari vetrarins er Charles Durrett arkitekt, höfundur og talsmaður fyrir hagkvæm, félagslega ábyrga og sjálfbæra hönnun og hefur verið leiðandi í umræðu og uppbyggingu á kjarnasamfélögum í Bandaríkjunum.

Í fyrirlestrinum mun Charles miðla af reynslu sinni um hönnun kjarnasamfélaga og félagslega og umhverfislega kosti þeirra. Hann mun einnig miðla því hvernig dönsk hugmyndafræði um kjarnasamfélög hefur haft áhrif á þróun bandarískra kjarnasamfélaga og hvað það er mikilvægt að læra af hvort öðru.

Charles er á Íslandi til að heimsækja Sólheima á Grímsnesi til að skoða hvernig kjarnasamfélög geta unnið með fólki með þroskahamlanir.

Charles Durrett er arkitekt, höfundur og talsmaður fyrir hagkvæm, félagslega ábyrga og sjálfbærar hönnun. Hann hefur haft mikil áhrif í uppbyggingu á samfélagslega miðuðum arkitektúr og kjarnasamfélögum. Charles hefur hannað yfir 50 kjarnasamfélög í Norður-Ameríku og haft ráðgjafarhlutverki í mörgum öðrum um allan heim. Hann er aðalarkitekt hjá The Cohousing Company, sem hefur sess í Nevada City í Kaliforníu. Verk hans hefur verið kynnt í Time Magazine, New York Times, LA Times, San Francisco Chronicle, The Boston Globe, The Washington Post, The Guardian, Architecture, Architectural Record, Wall Street Journal, The Economist og mörgum öðrum útgáfum. Charles Durrett hefur einnig fengið mörg verðlaun, þar á meðal World Habitat Award sem Sameinuðu þjóðirnar veittu honum og verðlaunin Best Social Innovation in Housing frá Institute of Social Innovations í London. Charles heldur reglulega fyrirlestra um kjarnasamfélg fyrir hagsmunahópa.

Hvenær: Þriðjudaginn 5. september kl. 20.00

Hvar: Grósku (Fenjamýri, salur á 1. hæð) í Vatnsmýri

Dagsetning
30. ágúst 2023
Höfundur
Gerður Jónsdóttir

Tögg

  • Arkitektúr
  • Fyrirlestur