Gagarín hannar gagnvirkar lausnir fyrir Náttúrufræðisafn Noregs
![](https://images.prismic.io/midstod-honnunar-og-arkitekturs/5ace8906-b734-42cc-ab58-01cfe701a788_Oslo_NHM_GAGARIN_Marcus_Sies-5_small.jpg?auto=compress,format&rect=0,0,3000,2000&w=1620&h=1080)
Hönnunarstofan Gagarin hannaði og þróaði 26 gagnvirkar innsetningar fyrir nýja sýningu í Náttúrufræðisafni Osló í kringum þemað: Saga jarðar og þróun lífsins. Sýningin nær yfir meira en 2000 fermetra sýningarsvæði á fjórum hæðum og skartar nokkur þúsund safngripum og gagnvirkri miðlun af ýmsum toga.
Þýska arkitektastofan Atelier Bruckner fékk Gagarín til liðs við að þróa einstakar, nýstárlegar sýningar með nútíma frásagnarlist í hinni glæsilegu gömlu sögulegu byggingu sem hýsir safnið en Gagarín vann í nánu samstarfi við fræðimenn við gerð sýningarinnar.
Alls heimsóttu 30.600 gestir safnið fyrsta mánuðinn eftir opnun, sem er þrisvar sinnum meira en meðaltalið undanfarin ár.
Ljósmyndir eftir: Marcus Sies
![](https://images.prismic.io/midstod-honnunar-og-arkitekturs/69ea2669-6ca3-40ff-9deb-8fec10fb8d42_Oslo_NHM_GAGARIN_Marcus_Sies-4_small.jpg?auto=compress,format)
![](https://images.prismic.io/midstod-honnunar-og-arkitekturs/42598a6a-7dd6-4e07-9cf6-8065429cba6d_Oslo_NHM_GAGARIN_Marcus_Sies-6_small.jpg?auto=compress,format)
![](https://images.prismic.io/midstod-honnunar-og-arkitekturs/a5b1eec0-8831-48ca-b967-bccf6f27558b_Oslo_NHM_GAGARIN_Marcus_Sies-7_small.jpg?auto=compress,format)
![](https://images.prismic.io/midstod-honnunar-og-arkitekturs/7a4876f8-34fe-4b94-a324-2c4de0614c01_Oslo_NHM_GAGARIN_Marcus_Sies-3_small.jpg?auto=compress,format)
![](https://images.prismic.io/midstod-honnunar-og-arkitekturs/d37c8b42-677f-420b-8fda-fa2061cda98c_Oslo_NHM_GAGARIN_Marcus_Sies-1_small.jpg?auto=compress,format)