Hanna Dís Whitehead hannar skreytingar jólatrés Heiðmerkurjólamarkaðarins í ár

17. desember 2020

Hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead var fengin til að hanna skreytingar á jólatré jólamarkaðarins í Heiðmörk í ár og var nýtingarstefna í fyrirrúmi í hönnun skrautsins. Vörur Hönnu Dísar má meðal annars nálgast í Kiosk Granda.

Hanna Dís var í viðtali í vikunni í Menningunni á RÚV þar sem meðal annars kemur fram skrautið fyrir jólatréð er unnið úr afgangsefni frá vinnustofu hennar.
„Ég tími aldrei að henda neinu, það er svo langt í búðina í sveitinni, þannig að ég hef verið að safna þessu upp og er núna búin að búa til eitthvað svona jólaskraut úr bómull, ull,melgresi, viðarafgöngum og bara svona hinu og þessu. Prófa að endurnýta og gera eitthvað nýtt.“

Hanna Dís við jólatréð í Heiðmörk

Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, hönnuður og viðburðastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur segir mikill fengur að fá Hönnu Dís til liðs við þau í þessu verkefni.
„Ég var virkilega glöð þegar Hanna Dís var tilbúin til að vera hönnuður ársins í ár og ljá trénu einhverja töfra eins og henni er einni lagið.“

Hanna Dís setti nýverið á markað línu leirmuna, sem hún kallar nytja- og ónytjamuni en þá má meðals annars nálgast í Kiosk Granda.

studiohannawhitehead
Dagsetning
17. desember 2020
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Vöruhönnun