Harpa óskar eftir áhugasömum rekstraraðilum og hugmyndum einstaklinga að spennandi nýjungum

16. október 2020

Harpa fagnar 10 ára afmæli á næsta ári. Af því tilefni er vilji til að slá nýjan og ferskan tón. Markmiðið er að nýtt skipulag veitingastaða, verslana og annarrar þjónustu endurspegli sérstöðu Hörpu, í takti við breytt landslag og nánasta umhverfi í miðborg Reykjavíkur.

Harpa er einn fjölsóttasti áfangastaður Reykjavíkur, miðstöð mannlífs og menningar þar sem um 1.200 viðburðir eru haldnir á ári.

Framtíðarsýn
Undanfarið hafa stjórnendur og starfsfólk Hörpu unnið markvisst að stefnumörkun um framtíð Hörpu í samráði við helstu haghafa. Markmiðið er að efla Hörpu enn frekar sem félagsheimili þjóðarinnar. Þar sem Íslendingar og aðrir gestir koma saman til að hitta hvern annan í dagsins önn, njóta tónlistar, sækja sér þekkingu og halda upp á merkisáfanga lífsins.

Það er mikilvægt að Harpa þróist í takti við þær breytingar sem eru að eiga sér stað í nánasta umhverfi í miðborg Reykjavíkur og fela í sér spennandi tækifæri fyrir húsið. Við viljum slá nýjan og ferskan tón sem rímar við þessar umbreytingar við höfnina.

Heimavöllur íslenskrar tónlistar og heimssvið fyrir alþjóðlega strauma.

Harpa starfar til að skapa menningarleg, efnahagsleg og samfélagsleg verðmæti. Harpa auðgar samfélagið með fjölbreyttri dagskrá, aðstöðu og þjónustu sem er ávallt á heimsmælikvarða.

Harpa er heimili tónlistarinnar —menningarhjarta og fjölsóttur áfangastaður fyrir landsmenn og gesti í miðborg Reykjavíkur.

Framúrskarandi aðstaða og þjónusta laða til sín alþjóðlega mikilvæga viðburði.

Harpa er þekkt fyrir gæði og fagmennsku. Með sterku orðspori og markvissri alþjóðlegri markaðssókn er húsið einn eftirstóttasti kostur í Norður-Evrópu fyrir tónlist, ráðstefnur og viðburði

Einstakt listaverk, upplifun og áfangastaður.

Harpa rækir hlutverk sitt á framsækinn og frumlegan hátt með tækni og skapandi leiðum sem gerir upplifun notenda og gesta einstaka.

Harpa er einstakt listaverk sem íslenska þjóðin er stolt af að eiga. Sögu og hönnun hússins, tónlist og menningu er gert hátt undir höfði og aðgengilegt gestum.

Skilafrestur er til 19. október  

Dagsetning
16. október 2020
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Harpa
  • Fagfélög