Hátt í 100 ábendingar bárust fyrir Hönnunarverðlaun Íslands 2021

6. september 2021
Hver hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2021

Hátt í 100 ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2021 bárust en frestur til að senda inn rann út í gær. Nú hefst vinna dómnefndar en áætlað er að verðlaunaafhending fari fram þann 28. október næstkomandi.

Markmið þess að senda inn ábendingar var að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd. Verðlaun eru veitt í tveimur flokkum, Hönnunarverðlaun Íslands  2021 og Besta fjárfesting ársins 2021 í hönnun. Auk þess verða Heiðursverðlaun Hönnunarverðlaunanna veitt í þriðja sinn.

Nú hefst vinna dómnefndar en hún er í ár skipuð þeim Sigríði Sigurjónsdóttur, formaður dómnefndar, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands og fyrrum prófessor í vöruhönnun við Listaháskóla Ísland, Þorleifi Gíslasyni, grafískum hönnuði, Rögnu Fróðadóttur, textílhönnuði, Hildigunni Sverrisdóttur, arkitekt og deildarforseti arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, Katarina Siltavuori, framkvæmdastjóri Archinfo í Finnlandi og Margréti Kristínu Sigurðardóttur, almannatengsla- og samskiptastjóra Samtaka iðnaðarins. 

Fylgist með á næstu vikum þegar við sviptum hulunni af tilnefningum til Hönnunarverðlauna Íslands 2021.

Dagsetning
6. september 2021
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Hönnunarverðlaun Íslands