Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • HönnunarMars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Hrafn á Brandenburg á Creative 100 lista Adweek

9. júní 2021

Hrafn Gunnarsson, hugmynda- og hönnunarstjóri á auglýsingastofunni Brandenburg, hefur verið valinn á listann Adweek's Creative 100: The Most Inspiring Talents of 2021. 

Ár hvert setja sérfræðingar á vegum hins virta og víðlesna fagtímarits Adweek saman lista með 100 einstaklingum sem á síðasta ári þóttu skara fram úr, bæði fagfólk í auglýsingageiranum sem og áhrifafólk sem hefur látið til sín taka með eftirtektarverðum hætti. Meðal þeirra sem má finna á listanum með Hrafni eru handritshöfundurinn, leikstjórinn og leikkonan Michaela Coel, leikarinn Dwayne ‘The Rock’ Johnson, rapparinn Lil Nas X og aðgerðasinninn og skáldið Amanda Gorman. 

KSÍ meðal 25 bestu

Í umsögn voru það einkum tvö verkefni sem vöktu athygli Adweek á Hrafni. Herferðin Fishmas sem unnin var fyrir Íslandsstofu og svo ný ásýnd og endurmörkun Knattspyrnusambands Íslands en bæði verkefni vann Hrafn með samstarfsfólki sínu á Brandenburg. Hið síðarnefnda var einmitt á lista Adweek yfir 25 bestu auglýsingaverkefni ársins 2020 og var þar í fríðum flokki með vörumerkjum á borð við Doritos, Burger King, Apple og Nike. 

Stoltur fyrir hönd stofunnar

Hrafn er að vonum stoltur að sjá nafn sitt á listanum. „Það er óhætt að segja að þetta hafi komið á óvart. Þarna eru einstaklingar sem maður hefur lengi fylgst með og ber mikla virðingu fyrir, bæði í faginu og utan þess. Maður verður auðmjúkur að vera nefndur í sömu andrá. Enda lít ég fyrst og fremst á þetta sem sameiginlega viðurkenningu fyrir mig og mitt magnaða samstarfsfólk á Brandenburg. Við eigum þetta öll saman.“
Hrafn hefur starfað sem grafískur hönnuður síðan 2006 og er einn eigenda Brandenburgar. 

Brandenburg hlaut sex lúðra á síðustu markaðsverðlaunum ÍMARK og varð stofan hlutskörpust, fjórða árið í röð. Á stofunni starfa rúmlega 30 sérfræðingar á sviði hönnunar, vörumerkjaráðgjafar, hugmyndavinnu og textagerðar auk þess að sjá um birtingar, kaup og ráðgjöf gegnum snjallbirtingafyrirtækið Datera.

Adweek's Creative 100: The Most Inspiring Talents of 2021

Skoðaðu listana hér

Ýttu hér

Tengt efni

  • HönnunarMars á Norðurlöndunum

  • Hönnun fyrir alla hlýtur styrk úr Barnamenningarsjóði

  • Hljóta tilnefningar til alþjóðlegra hönnunarverðlauna

Dagsetning
9. júní 2021
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Greinar
  • Grafísk hönnun

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200