Hugmyndasamkeppni Borgarlínu - svör við fyrirspurnum fyrri hluti
Borgarlínan í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir tilhugmyndasamkeppni um götugögn við Borgarlínustöðvar. Skilafrestur er 3. júní og markmið samkeppninnar er að fá fram sterka heildarmynd fyrir Borgarlínustöðvar. Hér eru svör við þeim fyrirspurnum sem bárust innan fyrri fyrirspurnafrests.
Borgarlínan er samvinnuverkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins. Hún mun tengja sveitarfélögin og styrkja samgöngur milli þeirra og innan hvers fyrir sig.
Við minnum á að seinni fyrirspurnafrestur er 20. apríl næstkomandi og birtast svörin á heimasíðu Hönnunarmiðstöðvar 28. apríl.
Fyrirspurnir – fyrri hluti
1.
Eru reglur um tengsl dómnefndarmeðlima og þeirra sem hafa þátttökurétt í samkeppninni? Svo sem fjölskyldutengsl eða samstarfsmenn?
Svar: Um samkeppnina gilda almennar vanhæfisreglur stjórnsýslunnar varðandi fjölskyldutengsl, fjárhagsleg tengsl eða samstarfsfólk. Sjá hér.
2.
We are team of Architect (registered as member of Architects Association of Iceland), photographer (Fine Arts Academy graduate) and a graphic designer (member of Rafiðnaðarsamband Íslands).
We are a team of both Icelandic and Polish citizens, can we take part in this competition? Of course boards and whole written part will be prepared in Icelandic language, according to the info on website. We couldn't find information about citizenship of team members though.
Svar: The competition is open to professionals of any nationality. The official language of the competition is Icelandic.
3.
1. Hvernig lýsingu er átt við. Eru lampaskermar/hönnun ljósa inni í tillögu eða utanskildir henni?
2. Hversu mikil smáatriði(detail) er beðið um. Hversu langt þarf hönnun að vera komin þegar tillögu er skilað inn?
3. Hvað eru skýlin stór/löng, hvað er hæsti punktur sem þau mega fara upp í ? Hvaða tilgangi gegna biðskýlin. Hvað eigið þið við um léttskýli?
4. Hvaða svæði fer Borgarlínan um ? (Nefna einhverja staði sem hægt er að vinna þrívíddarmyndir út frá)
Svar: Ekki er gerð krafa um hönnun á Lampaskermum eða hausum. En kjósi keppandi að innfella lýsingu inn í götugögnin t.d. Pollum eða bekkjum og telst þá sem hluti af götugögnum. Gert er ráð fyrir að val á ljósakúplum/hausum verði gert í samráði við lýsingarhönnuð.
Það þarf að vera hægt að átta sig á hvernig götugögnin eru fest við jörðu og hvernig meginhlutar þeirra hanga saman.
Skýlin þarf að vera hægt að útfæra í mislöng, þau skulu byggð upp af einingum sem hægt er að fjölga eða fækka eftir þörfum. Þau þurfa að vera minnst 220cm að hæð (innanmáli)mest 280cm hæð ytra. Þau eiga að geta verið lokuð eða opin þar sem það á við. Tilgangurinn er að skýla notendum Borgarlínu fyrir veðri og vindum. Hafa ber þó í huga að öllu jafna er bið á borgarlínustöð ekki löng en gert er ráð fyrir hárri tíðni vagna. Með léttskýlum er átt við einföldustu útgáfu skýla.
4.
1. Hvernig verður greiðslukerfi borgarlínunnar hagað? verða miðarnir skoðaðir fremst í bílunum eða geta notendur gengið inn um hvaða dyr sem er.
2. Þegar talað er um að stærri skýli séu undanskilin úr keppninni hvað er verið að meina? Eru stærri skýlin á skýringarmyndunum?
Svar: Það verður gengið um allar dyr vagnsins og greiðsla framkvæmd áður en gengið er inn í vagninn.
Þegar rætt er um stærri stöðvar er átt við stöðvar sem myndu teljast til miðstöðva einsog Hlemm, Hamraborg, BSÍ og Vogabyggð þar sem skýlin verða hluti af hönnun svæðanna. Þá er um að ræða stærri stöðvar sem rúmast ekki fyrir á stöðvarpöllunum sjálfum.
5.
1. Er borgarlínan þegar með „vörumerki“ ( merki, tegundafræði, litasamstningu) eða er það keppenda að hanna það?
2. Er hönnun á gólfefni Borgarlínustöðvar hluti af samkeppninni?
Svar: Borgarlínan er ekki komin með vörumerki eða litasamsetningu og telst slík vinna ekki sem hluti af samkeppni þessari.
Hugmyndasamkeppnin snýr aðeins að götugögnum (húsgögnum) stöðvanna en ekki umhverfi stöðvanna þ.m.t. stöðvargólf.
Markmiðið í hugmyndasamkeppni Borgarlínu er að fá fram sterka heildarmynd (konsept) fyrir Borgarlínustöðvar. Á stöðvum Borgarlínunnar skal heildstætt útlit einkenna og aðgreina kerfið frá hefðbundnu strætisvagnakerfi. Götugögnin sem einkenna stöðvarnar skulu hafa samræmt yfirbragð en þjóna mismunandi tilgangi á stöðvunum. Tilgangurinn með samkeppninni er að til verði banki af götugögnum sem hægt er að velja úr eftir þörfum á hverri stöð.
Götugögnin munu einkenna Borgarlínuna í öllum sveitarfélögum og stuðla að betri og heildstæðari borgarbrag. Götugögnin skuli stuðla að auknum gæðum í byggðu umhverfi og hafa jákvæð áhrif á upplifun notenda.