Drög að breytingum á leiðbeiningum með byggingarreglugerð

12. janúar 2021
AÍ_Byggingarreglugerð_Húsnæðis og mannvirkjastofnun
Gerður Jónsdóttir

Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur sent frá sér drög að breyttum leiðbeiningum fyrir gr. 9.5.4. í byggingarreglugerð um eina flóttaleið frá notkunareiningu og óskar eftir athugasemdum.

Grein 9.5.4. var breytt í síðustu útgáfu byggingarreglugerðar og kemur þessi breyting á leiðbeiningunni í framhaldi af því. Er hagsmunaaðilum hér með gefinn kostur á að kynna sér efni leiðbeininganna og senda Húsnæðis-og mannvirkjastofnun athugasemdir, leiðréttingar og viðbætur. Endilega kynnið ykkur drögin vel og ef þið hafið athugasemdir að koma þeim áleiðis.

Drög að leiðbeiningum til umsagnar

Dagsetning
12. janúar 2021
Höfundur
Gerður Jónsdóttir

Tögg

  • Arkitektúr
  • Byggingarreglugerð
  • Umsögn