Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • Hönnunarmars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Icelandair og Plastplan taka græn skref í átt að sjálfbærri framtíð

2. maí 2022

Samstarf Icelandair og Plastplans er kynnt til leiks á HönnunarMars en um ræðir litrík og einstök töskuspjöld sem eru táknræn fyrir íslenska andann og undirstrika að verðmæti leynast víða. Íslenska fyrirtækið Plastplan sérhæfir sig í að nýta plastúrgang frá fyrirtækjum og breyta í nytjahluti.

Markmið þeirra er að vinna að sjálfbærni og hringrás efnisnotkunar og finna notagildi á óvæntum stöðum.

Icelandair kynntust Plastplan árið 2021 þegar unnið var að heimildarmynd fyrir Hönnunarmars það ár. Björn Steinar Blumenstein, einn stofnenda fyrirtækisins, sýndi hvernig þeir nýta plastúrgang og nota hugarflugið í samspili við tækni til þess að framleiða hluti sem eru ekki bara skemmtilegir að sjá heldur hafa gott notagildi líka. „Við vorum svo innblásin af þeirra vinnu að við ákváðum að fara í samstarf við þau og hófum að leita að réttu verkefni," segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Í aðdraganda Hönnunarmars 2022 kom tækifærið til að hefja samstarf þar sem áhugafólk um hönnun hvaðanæva að úr heiminum var um það bil að leggja leið sína til Íslands og við hæfi gefa eitthvað ferðatengt sem segir sterka sögu. Þar kom til kasta Plastplan, en þau hönnuðu og framleiddu töskumerkingar úr úrgangsplasti. Þessi skemmtilegu, litríku og einstöku töskuspjöld eru táknræn fyrir íslenska andann og undirstrika að verðmæti leynast víða. Meira að segja í rusli.

Samstarfið takmarkar þann plastúrgang sem fer í urðun eða er sendur úr landi til endurvinnslu og er bara eitt skref sem við erum að taka á vegferð okkar til grænni framtíðar – og eitt dæmi um hvernig íslenski andinn á fullt erindi við heiminn.

DesignMarch, Reykjavík 2022: Icelandair x Plastplan collaboration | Icelandair

plastplan is an inspiring Icelandic company that turns plastic waste into functional objects. This year, we collaborated with them in honor of HönnunarMars // DesignMarch, an annual design event in Reykjavík, to turn our trash into treasure. Watch the video to learn a little more about what Plastplan does, and see our new collaborative efforts to make the world a little greener 🌍bit.ly/3KzgY2E

Posted by Icelandair on Tuesday, May 3, 2022

Tengt efni

  • Skapalón - nýir þættir um hönnun og  frumsýndir á RÚV

  • Why not? Designing the Spirit of Iceland

  • „Hátíð ímyndunaraflsins - og stund íhugunar”

Dagsetning
2. maí 2022
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Greinar
  • HönnunarMars

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200