Jólamarkaður Saman - opið fyrir umsóknir
Opið er fyrir umsóknir í Saman ~ menningar- & matar markaður sem fer fram laugardaginn 9. desember í Hörpu. Um er ræða vettvang þar sem hönnuðir, myndlistarmenn, matgæðingar og tónlistarfólk koma saman á skemmtilegum markaði þar sem ógrynni af fallegum vörum, drykkjum, matvöru og listaverkum af ýmsum toga verða til sölu fyrir jólin.
Lady Brewery verður með "Pikkl & Bjór" - PopUp Bar á annari hæð safnsins, þar sem hægt verður að hlaða batteríin með frískandi drykkjum og snarli. Þykjó verður með aðventu Ó / róa smiðju fyrir krakka og foreldra-fylgifiska, þar sem unnið er með fundinn efnivið úr náttúrunni í skemmtilegu umhverfi. Hönnuðir, Listamenn og matarframleiðendur verða svo staðsettir í Porti safnsins með frábærar vörur “beint frá studíói”.
Listafólk sem vinnur í hönnun, myndlist, matvöru, tónlist og drykk er hvatt til að sækja um þátttöku, fagráð fer yfir umsóknir reglulega fram að markaði þangað til að pláss fyllast. Umsækjendur sem eru meðlimir í fagfélögum fá 10% afslátt, athugið að skrá það í “aðrar upplýsingar” í umsóknar forminu.