Kolefnisspor bygginga - námskeið hjá Endurmenntun

Vinnur þú með mannvirki? Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja læra að framkvæma vistferilsgreiningu og meta kolefnisspor eftir nýrri byggingarreglugerð.
Þriðjung losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum má rekja til byggingageirans og gera sífellt fleiri lönd kröfur um takmarkanir á losun. Breytingar á íslenskri byggingarreglugerð taka gildi 1. september 2025 þar sem gerð verður krafa um mat á kolefnisspori bygginga fyrir byggingarleyfi og fyrir lokaúttekt.
Félagsfólk í Arkitektafélagi Íslands fær 20% afslátt af þessu námskeiði og öllum öðrum námskeiðum hjá Endurmenntun, kóðinn er: FELARK2425