Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • Hönnunarmars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Nauðsynlegt að vera síspyrjandi

19. nóvember 2019

Þrátt fyrir að hafa aðeins verið starfrækt í tæp fimm ár, hefur hönnunarstofan Kolofon þegar skapað sér sérstöðu á markaðnum og vakið athygli fyrir samfélagsleg verkefni fyrir stofnanir, fyrirtæki og sveitarfélög um land allt. Nægir þar að nefna Reykjavíkurborg, Lögregluna, Vesturbyggð, Vegagerðina og Borgarlínuna, svo eitthvað sé tínt til.

Á stofunni starfa sjö manns, eigendurnir eru fjórir og þeir vinna náið saman, spyrja spurninga við hvert fótmál og segja algjöran óþarfa að vera með flugeldasýningar í hverju verkefni. HA settist niður með þremur af eigendunum: Herði Lárussyni, Atla Þór Árnasyni og Samúel Þór Smárasyni.

Finna ást í almennri hönnun

Hvað er Kolofon og hver er uppruninn? „Kolofon er hönnunarstofa sem er í afar nánu sambandi við viðskiptavinina. Við vinnum að mörkun og ásýnd, vefsíðum og upplýsingahönnun, svo eitthvað sé nefnt, og finnum ást í almennri hönnun þar sem við viljum spyrja spurninga, skoða og leysa verkefni. Okkur finnst mikilvægt að skapa nánd, vinna þvert á miðla, horfa heildstætt á verkefnin og leysa þau svo með viðskiptavininum, frekar en fyrir hann. Í raun viljum við helst hanna okkur óþörf fyrir viðskiptavininn, að verkefnin verði sjálfbær í daglegri notkun,“ segja Hörður og Atli Þór meðan Samúel hagræðir nýfæddum syninum í fanginu. Þeir unnu allir saman á auglýsingastofunni Brandenburg, tveir þeir fyrrnefndu sem hönnuðir og sá síðastnefndi forritari. Fjórði eigandinn, Ingi Fannar Eiríksson, sér um viðskiptahliðina.

Hluti af endurhönnun sveitafélagsins Vesturbyggð

Leita lausna til framtíðar

Samfélagsleg verkefni hafa verið áberandi hjá Kolofon og það er ekki tilviljun, að sögn Harðar:„Við fundum það allir í auglýsingageiranum að sum verkefni fá meiri ást en önnur og þessi tegund verkefna sat dálítið eftir. Í þeim er óþarfi að vera með flugeldasýningar en þeim mun meira máli skiptir að leysa almenn vandamál, sem oft leiðir svo til lausna á öðrum sviðum. Við erum kannski ráðin í verkefni um útlitshönnun, en finnum svo jafnvel lausnir á framleiðsluvandamálum, sjáum aðferð til að auka endingu hluta, skapa heildarmynd sem ef til vill vantaði og svo mætti áfram telja. Við segjum ekki bara já við viðskiptavininn, við vörum hann gjarnan við því að við spyrjum, spyrjum og spyrjum. Auðvitað skiptir útlitið máli, en við viljum líka að notagildið, endingin og framleiðslan sé til staðar og í stað þess að horfa bara á daginn í dag viljum við leita lausna til framtíðar.“

Endurhönnun á merkingum og útliti lögreglubóla. Ljósmynd: Baldur Kristjánsson

Allt önnur nálgun

Atli nefnir endurhönnun á útliti lögreglunnar sem dæmi um verkefni sem vatt upp á sig: „Verkefnið byrjaði sem skólaverkefni hjá mér í lok árs 2011 og ég vissi svo sem að þetta væri eitthvað sem allir hefðu skoðun á. Þar voru hönnunar- og framleiðslumál mjög flókin og alls ekki samræmd. Ég get nefnt lögreglubíla sem dæmi, en þar var lögreglan t.d. með þrenns konar merkingar, átta liti, ýmist prentað á filmur eða skorið, lögreglustjarnan var flókin og merkingar voru almennt erfiðar og entust stutt. Var hægt að einfalda þetta ferli? Gera það hagkvæmara, umhverfisvænna og nútímalegra? Við tókumst á við það, einfölduðum útlit, náðum að finna leiðir til að margfalda notkunartíma merkinga, einfalda framleiðsluferli og samræma um landið. Það leiddi síðan til annarra verkefna innan lögreglunnar, t.d. hönnun á lögregluveskjum og svo mætti áfram telja. 

Hörður nefnir annað verkefni, Borgarlínuna, sem kallaði á allt aðra nálgun: „Það hófst þannig að okkur var falið að útskýra Borgarlínuna á sýningunni Verk og vit. Þarna var skemmtilegt tækifæri til að taka aragrúa af upplýsingum sem oft voru flóknar og illskiljanlegar og gera þær aðgengilegar og skemmtilegar. Fram að því vissi í raun enginn hvað Borgarlína væri né hvernig hún myndi líta út. Við spurðum spurninga, settumst niður með starfsmönnum og sérfræðingum.

Frá verkefnu um Borgarlínuna á sýningunni Verk og vit. Ljósmynd: Rafael Pinho

Bera virðingu fyrir sögunni

Náið samstarf hönnuðanna og forritaranna skapar nánd og virkni sem oft á tíðum leiðir til nýrra hugmynda og nánara samstarfs með viðskiptavinunum að sögn Harðar, sem bætir við að smæð fyrirtækisins sé lykilatriði. „Það er auðvitað klisja að segja þetta, en menn verða að hafa gaman af því sem þeir gera. Við gerum þetta af því að okkur finnst þetta skemmtilegt, gefandi og við sjáum sýnilegan árangur. Við vinnum afar vel saman og það er mikill styrkleiki að hafa forritara í kjarnanum á hönnunarstofu. Það sparar sporin til lengri tíma og gefur betri niðurstöðu þegar fram í sækir. Fallegur vefur er t.d. ekki alltaf notendavænn en þegar hönnuðir og forritarar hafa unnið saman frá fyrsta degi er tryggt að gott samtal leiðir til gagnsæis í vinnunni sem leiðir til réttrar vöru.“ 

Haldi svo einhver að Kolofon vilji búa til allt nýtt, er það á misskilningi byggt: „Það er afar mikilvægt í okkar huga að bera virðingu fyrir sögunni, hvernig svo sem á það er litið. Vörumerki eða útlit getur átt áratuga sögu og þó komið sé að tímamótum, þarf ekki endilega að henda öllu og byrja upp á nýtt. Oft er réttara að betrumbæta, uppfæra eða endurnýta. Það snýst um að skoða bakgrunninn og þann nauðsynlega þátt að vera síspyrjandi. Hvers vegna erum við að breyta? Um hvað snýst þetta? Hvað erum við að fást við? Við viljum að minnsta kosti helst búa til hluti sem endast og lifa næstu ár og jafnvel áratugi.“

Texti: Steingrímur Sævarr Ólafsson

Greinin birtist fyrst í 10tbl HA tímaritsins - útgáfuár 2019.

Dagsetning
19. nóvember 2019

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • HA10
  • Greinar
  • Grafísk hönnun
  • HA

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200