Aflýst - Kransagerð og jólakósý

VIÐBURÐI AFLÝST VEGNA DRÆMRAR SKRÁNINGAR
Nú fer að líða að fyrsta í aðventu og af því tilefni býður dagskrárnefnd AÍ félagsfólki upp á kransagerð og jóla notalegheit næstkomandi fimmtudag, 27. nóvember, í Grósku, kl. 17.
Boðið verður upp á kransagerð undir leiðsögn og/eða hyasintu skreytingagerð, þar sem kollegar eru hvattir til að nota hönnunarbakgrunn sinn til að galdra fram jólafegurð í góðum félagsskap.
Þátttökugjald er 2.500 krónur fyrir þau sem ætla að taka þátt í skreytingagerðinni og greiðist það við skráningu. Innifalið í gjaldinu er allt skreytingarefni; undirlag, greni, könglar og fleira. Skráningu lýkur í lok dags 26. nóvember.
Að sjálfsögðu verður einnig boðið upp á allskonar jólalegt eins og glögg, kökur og tónlist.
Hlökkum til að sjá sem flest!
📍 Gróska, fundarsalnum Parketið í Mýrinni
⏰ Fimmtudaginn 27. nóvember kl. 17:00