LHÍ auglýsir eftir háskólakennara í fatahönnun og háskólakennara í hönnunardeild með áherslu á fræði

Listaháskóli Íslands auglýsir laus störf í skólanum. Annarsvegar er auglýst eftir háskólakennara í fatahönnun og hinsvegar háskólakennara í hönnunardeild skólans með áherslu á fræði. Umsóknarfrestur er til 28. mars.
Háskólakennari í fatahönnun
Starfið felur í sér kennslu, stjórnun og stefnumótun um nám í fatahönnun við hönnunardeild með möguleika á kennslu við önnur fræðasvið skólans. Viðkomandi mun taka þátt í þróun náms á sviði arkitektúrs, hönnunar og myndlistar og vera þátttakandi í fræða- og fagsamfélagi Listaháskólans. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi.
Frekari upplýsingar má finna hér
Háskólakennari í hönnunardeild með áherslu á fræði
Starfið felur í sér kennslu, stjórnun og stefnumótun um fræðanám í hönnunardeild með möguleika á kennslu við önnur fræðasvið skólans. Viðkomandi mun taka þátt í þróun fræðakennslu á sviði arkitektúrs, hönnunar og myndlistar og vera þátttakandi í fræða- og fagsamfélagi Listaháskólans. Starfshlutfall er 100%.
Frekari upplýsingar má finna hér
Listaháskóli Íslands er sjálfseignarstofnun með viðurkenningu á fræðasviðinu listir. Skólinn starfar í sex deildum, arkitektúrdeild, hönnunardeild, listkennsludeild, myndlistardeild, sviðslistadeild og tónlistardeild. Starfsstöðvar skólans eru við Þverholt, Skipholt, Laugarnesveg og Austurstræti í Reykjavík.