Hönnunartengdir viðburðir á Menningarnótt 2023

Menningarnótt fer fram í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 19. ágúst, þar sem fjölbreyttir menningarviðburðir fyrir alla aldurshópa fara fram víðsvegar um borgina. Dagskráin stendur frá morgni til kvölds og frítt á alla viðburði.
Hér er stutt samantekt á viðburðum á Menningarnótt með hönnunarívafi.
Hljóðhimnar töfraheimur hljóðs og tóna

Hljóðhimnar eru upplifunarrými fyrir börn og fjölskyldur þeirra, staður til að uppgötva töfraheim hljóðs og tóna. Í Hljóðhimnum er hægt að setja sig í stellingar hljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands, hjúfra sig upp að vögguvísum og sönglögum Íslensku Óperunnar, kíkja inn í músaholur eins og Maxímús Músíkús, sigla um tónlistarinnar höf með Tónstýri Stórsveitar Reykjavíkur og margt fleira.
Hönnunarganga um nýbyggingu Landsbankans

Halldóra Vífilsdóttir arkitekt og verkefnastjóri nýbyggingar Landsbankans verður með fjórar skipulagðar leiðsagnir um Reykjastræti 6. Í göngunum, sem taka um 30 mínútur, mun Halldóra segja frá hönnun og hugsjón hússins en flutningar hófust í lok mars 2023.
Athugið að pláss í göngurnar er takmarkað og skráning er því nauðsynleg.
11:30 Ganga um nýja hús Landsbankans
12:15 Ganga um nýja hús Landsbankans
13:00 Ganga um nýja hús Landsbankans
13:45 Ganga um nýja hús Landsbankans
Hægt er að skrá sig hér: https://www.landsbankinn.is/honnunarganga-reykjastraeti-6
Menningarnótt í Yeoman

Nýrri línu af fallegum haustflíkum frá Hildur Yeoman verður fagnað með partýi fyrir utan Yeoman á Menningarnótt.
DJ Rósa Birgitta ásamt dönsurum í nýju línunni bjóða ykkur í partý milli 16-18.
Opnun: Krufning ilms

Nýjasta sýning Fischersunds 'Krufning ilms' opnar í Fischersundi 3.
Gestir verður boðið á að líta inn í heim ilmgerðar og ásamt því að vera leiddir í gegnum nótur vinsælasta ilmvatns Fischersunds.
Opnunin fer frá frá 12:00 - 16:00.
Pappamyndakassi - POP UP í Epal

Á Menningarnótt verður starfræktur einstakur passamyndakassi í Epal, Laugavegi 7. Þar geta gestir setið fyrir og keypt handteiknaðar portrettmyndir. Linda Ólafsdóttir, teiknari, situr í kassanum í anddyri verslunarinnar og hraðteiknar portrett sem svo renna sjóðheit út um litla lúgu líkt og í hefðbundum passamyndakassa.
Kassinn verður opinn frá klukkan 14 til 18.
Af hverju seldu portretti renna 1000 kr. til Bergsins – Headspace.
Ása Tryggva, Guðrún Gísla og Þóra Björk Schram bjóða á opna vinnustofu að Vatnastíg 3

Listkonurnar bjóða gestum og gangandi að njóta listar og ljúfra veitinga.
Vinnustofan verður opin frá 14:00 - 20:00.