Minisophy/Smáspeki sýning í Ásmundarsal - síðasti sýningardagur 30. ágúst

26. ágúst 2020

𝗠𝗜𝗡𝗜𝗦𝗢𝗣𝗛𝗬/𝗦𝗠Á𝗦𝗣𝗘𝗞𝗜 er ný tegund heimspeki sem er öllum viðkomandi. Hún er heimspeki litlu hlutanna. Á bakvið smáspekina standa hönnuðurinn Katrín Ólína Pétursdóttir og heimspekingurinn Sigríður Þorgeirsdóttir.

Sýningin, sem opnaði í Ásmundarsal fyrr í mánuðinum, gefur gestum innsýn í heimspekilega vídd hversdagsins, þar sem litlir hlutir eru teknir úr sínu hefðbundna samhengi og virtir að verðleikum en myndheimur sýningarinnar er í höndum Katrínar Ólínu.

- Mannyrkjustöðin á vegum Hrefnu Lindar Lárusdóttur og Búa Bjarmar Aðalsteinssonar, verður með útibú í rýminu þar sem gestum stendur til boða að taka plöntugreiningarpróf og finna sína innri plöntu.
- Fjöllistamaðurinn Árni Vilhjálmsson verður með smáspekilega innsetningu um öndun, Hvernig ætlar þú að anda í hádeginu?
- Hugsuðurinn og ljóðskáldið Freyja Þórsdóttir verður með smáspekilega innsetningu um spírur, Mikið í litlu.

 

𝗗agskrá næstu daga á sýningunni er eftirfarandi:

– SMÁSPEKI ÍSLENSKA DANSFLOKKSINS: föstudaginn 28. ágúst kl. 15:00 kemur Íslenski dansflokkurinn og dansar sína smáspeki.

– SMÁSPEKILEG TÁLGUN: Þórdís Halla Sigmarsdóttir smíðakennari og heimspekingur tálgar og hugsar smáspekilega með gestum út í garði, ef veður leyfir sunnudaginn 30. ágúst kl 15:00.

– HVAÐ GETUM VIÐ LÆRT AF PLÖNTUM: Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur ræðir við Þóru Ellen Þórhallsdóttur prófessor í líffræði um smáspeki plantna, sunnudaginn 30. ágúst kl 16:00.

minisophy.smaspeki
MINISOPHY/smáspeki í @asmundarsalur stendur yfir til 30.08. Fjölbreytt viðburðadagskrá ef í boði. Fylgist með!
minisophy.smaspeki
Minisophy Exhibition going up. Minisophy is a philosophy of the everyday. Opening @asmundarsalur on Saturday 22. August!
minisophy.smaspeki
Minisophy @asmundarsalur. Making sure everything is in place for another day at the museum. @minisophy.smaspeki #sweepingthecloudsaway #graphicdesign #artinstallation #philosophy #icelandicart #icelandicdesign
Dagsetning
26. ágúst 2020
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Sýning
  • Hönnun