Minn HönnunarMars - Birna Bryndís Þorkelsdóttir

23. júní 2020

Nú er HönnunarMars er að bresta á í allri sinni dýrð. Dagskráin telur um 80 sýningar og 100 viðburði sem breiða úr sér um bæinn og því vel við hæfi að fá smá leiðsögn. Næstu vikuna munum við deila hvaða sýningum vel valdir aðilar ætla ekki að láta framhjá sér fara á HönnunarMars 2020 undir yfirskriftinni Minn HönnunarMars.

Hér eru þær sýningar sem Birna Bryndís Þorkelsdóttir, hönnunarstjóri hjá Hugsmiðjunni, ætlar ekki að láta framhjá sér fara

Letrað með leir

Ég er spennt að sjá sýninguna Letrað með leir, enda lengi verið hrifin af vinnu Guðmundar og Hönnu Dísar svo ég ætla ekki að láta þeirra tvívíddar/þrívíddar samtal framhjá mér fara.

Corrugation Lights

Mig langar að sjá Corrugation sýninguna, ég er með ljósablæti og elska að skoða nýja ljósahönnun!

Hljómur Hlemmtorgs

Sýningin Hljómur Hlemmtorgs finnst mér áhugaverð, þetta er svæði sem mér þykir vænt um enda alin upp í Norðurmýrinni og mig langar til að sjá svæðið vaxa upp í það potential sem það hefur.

FÍT 2020

Ég læt mig auðvitað ekki vanta á Fít sýninguna!

Kynntu þér dagskrá HönnunarMars á heimasíðu hátíðarinnar hér og gerðu þinn eigin HönnunarMars! 

Sjáumst á HönnunarMars!

Dagsetning
23. júní 2020

Tögg

  • HönnunarMars
  • Greinar
  • MinnHönnunarMars