Misbrigði VIII - tískusýning nemenda á 2. ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands

2. nóvember 2022

Misbrigði VIII - tískusýning nemenda á 2. ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands verður haldin þann 3. nóvember í svarta kassanum, leikhúsrými Listaháskóla Íslands. Verkefnið er unnið af nemendum í fatahönnun á 2. ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Rannsakaðar eru leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar. Sjónum er beint að tísku á Íslandi í tengslum við sjálfbærni.

Ljóst er að endurvinnsla mun spila veigamikið hlutverk í framtíðinni. Það að draga þurfi úr framleiðslu og breyta aðferðum þarf hinsvegar ekki að koma niður á sköpunargleðinni. Þvert á móti munum við hafa enn meiri þörf fyrir sköpun og þekkingu. Óhófleg neyslumenning og stuttur líftími textíls gerir tísku- og textíliðnaðinn mjög óumhverfisvænan. Þessu má breyta meðal annars með því að glæða gömul klæði og efni nýju lífi og vinna með þau á skapandi hátt.

Nemendurnir sem sýna í ár eru átta:

 • Andri Páll Halldórsson Dungal
 • Arthur Werner
 • Brynja Líf Haraldsdóttir
 • Guðrún Ísafold Hilmarsdóttir
 • Jóhanna María Sæberg
 • Leslie Adhara Curumaco Pineda
 • Rubina Singh
 • Sigurey Bára Reynisdóttir
Dagsetning
2. nóvember 2022
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

 • Greinar
 • Fatahönnun
 • Listaháskóli Íslands