Námskeið í umsóknarskrifum í Tækniþróunarsjóð

24. ágúst 2021

Poppins & Partners standa yfir námskeiði sem fer yfir skref fyrir skref í gegnum frumskóg styrkumsóknaskrifa undir leiðsögn sérfræðings á sviði styrkumsóknaskrifa. Leiðbeinandi er Þórunn Jónsdóttir, ráðgjafi í nýsköpun og rekstri. Opið fyrir er fyrir skráningar til miðnættis þann 25. ágúst 2021.

Námskeiðið er ítarlegt með fyrirlestrum, leiðbeiningum, vinnuskjölum og alls kyns tékklistum.  Það er að fullu rafrænt og þátttakendur fá aðgang strax og getur farið í gegnum það á sínum hraða. Auk stuðningsefnis er aðgengi að Facebook hópi þar sem hægt er að spyrja spurninga og fá ráð við skrifin.

Umsóknarfrestur í Tækniþróunarsjóð er 15. september kl. 15. Þess má geta að kynningarfundur er á vegum sjóðsins þann 25. ágúst - nánar hér.

Þórunn Jónsdóttir, önnur af tveimur stofnendum Poppins & Partners, hefur áratuga langa reynslu af nýsköpun og fyrirtækjarekstri. Hún hefur starfað sem ráðgjafi í nýsköpun og rekstri frá árinu 2013 og hefur veitt stjórnendum margra af fremstu sprotafyrirtækjum landsins ráðgjöf hvað varðar styrkjamál, fjármögnun og stefnu. Hún hefur kennt frumkvöðlafræði við Vefskólann og Tækniskólann og verið leiðbeinandi og mentor í frumkvöðlaáföngum við Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst og Listaháskóla Íslands.

Poppins & Partners var stofnað af Þórunni Jónsdóttur og Hönnu Kristínu Skaftadóttur árið 2017 og er ráðgjafarstofa með áherslu á fjármögnun og rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Dagsetning
24. ágúst 2021
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Tækniþróunarsjóður
  • Styrkir