Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • Hönnunarmars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Nordic Office of Architecture hlýtur fyrstu verðlaun í samkeppni um nýja stúdentagarða á Akureyri

22. febrúar 2024

Arkitektastofan Nordic Office of Architecture hlýtur fyrstu verðlaun í samkeppni um hönnun á nýjum stúdentagörðum fyrir Félagsstofnun stúdenta Akureyri (FÉSTA). Samkeppnin var auglýst 16. október 2023 og var unnin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Skilafrestur tillagna var til 25. janúar sl. og bárust ellefu tillögur innan settra tímamarka.

Búsetuþarfir stúdenta við HA hafa verið að breytast á síðustu árum og hefur framboð húsnæðis hjá Félagsstofnun Stúdenta Akureyri (FÉSTA) ekki náð að fylgja eftir þeirri þróun. Eftirspurnin hefur mest verið eftir minni íbúðum s.s. stúdíó íbúðum, 2ja herbergja íbúðum og einstaklingsherbergjum. Á grundvelli könnunar og greiningarvinnu FÉSTA var niðurstaðan sú að þörf væri á að FÉSTA myndi auka framboð sitt á minna húsnæði og húsnæði sem uppfyllti nútíma kröfur.

Í framhaldi af því efndi FÉSTA í samstarfi við Arkitektafélag Íslands til opinnar framkvæmdarsamkeppni um hönnun á nýjum stúdentagörðum innan háskólasvæðis Háskólans á Akureyri (HA). Meginmarkmið samkeppninnar er að fá tillögu sem gerir FÉSTA kleift að byggja bjartar og aðlaðandi íbúðir í góðu samræmi við húsnæðisþarfir nemenda HA.

Dómnefndin var sammála um að innsendar tillögur hafi verið fjölbreyttar og úrlausnir tillöguhöfunda ólíkar og margar áhugaverðar. Fjórar tillögur skáru sig úr með að svara áherslum dómnefndar á heildstæða byggingarlist, innra skipulag og lóðarfrágang.

Dómnefndin þakkar keppendum fyrir þátttökuna.

Megináherslur dómnefndar

  • Að tillagan sé heildstæð og byggi á vandaðri byggingarlist
  • Að gæði, notagildi og fyrirkomulag endurspegli framsækna hönnun
  • Að ásýnd bygginganna og lóða falli vel að nánasta umhverfi
  • Að aðgengis- og öryggismál séu vel leyst
  • Að hönnun hvetji til félagslegrar virkni íbúa
  • Að horft sé til umhverfisáhrifa bygginganna og vistvænnar hönnunar
  • Að byggingarefni og lausnir uppfylli kröfur um hagkvæmni og góða endingu

Dómnefnd í samkeppninni var eftirfarandi:

Tilnefndir af Arkitektafélagi Íslands:
Hildur Ýr Ottósdóttir, arkitekt EPF-FAÍ
Ingunn Lilliendahl, arkitekt FAÍ

Tilnefndir af verkkaupa:
Ágúst Hafsteinsson, arkitekt FAÍ
Hólmar Erlu Svansson, stjórnarmaður FÉSTA, formaður dómnefndar
Jóhannes Baldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÉSTA

Trúnaðarmaður:
Gerður Jónsdóttir, frkv.stj. AÍ.

Ráðgjafi dómnefndar:
Cowi Ísland

Dómnefnd var einróma í vali á 1. verðlaunatillögu en á bak við hana er arkitektastofan Nordic Office of Architecture, auðkennd 336030 . Í dómnefndaráliti segir um verðlaunatillöguna:

,,Tillagan vakti hrifningu dómnefndar fyrir framúrskarandi lausnir og vandaða byggingarlist. Þrjár ferhyrndar byggingar með möguleika á þeirri fjórðu nyrst á lóðinni er leyst á mjög sannfærandi hátt. [...] Dómnefnd var sammála um að tillagan endurspegli framsækna hönnun, sé fagmannlega unnin og vel upp sett. Mikill skilningur er á gæðum rýma og tengingu þeirra á milli sem er ætlað að tryggja vistvæna og heilnæma búsetu."

Í öðru sæti var tillaga HJARK+Sastudio, auðkennd 310312 og í þriðja sæti var tillaga Kollgátu og KRADS, auðkennd 172737.

Við óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju og þökkum um leið öllum keppendum fyrir vandaða og góða keppni.

Dómnefndarálit

Tillaga nr. 336030 (1. verðlaun)

Höfundar: Nordic Office of Architecture. Teymi: Elías Beck Sigurþórsson, Barbara Sopolinska, Pétur Andreas Maack  og Hallgrímur Þór Sigurðsson 

Smelltu hér

Tillaga nr. 310312 (2. verðlaun)

Höfundar: HJARK + Sastudio Teymið: Hulda Jónsdóttir, Tiago Sa, Stefany Trojan, Ivan Tsurov, Antonia Koseva, Melina Kalama, Ólavía Rún Grímsdóttir, Dagný Tómasdóttir og Victor Óli Búason. Ráðgjafar: Arnar Björn Björnsson, Ingvar Ívarsson og Sigurður Bjarni Gíslason

Smelltu hér

Tillaga nr. 172737 (3. verðlaun)

Höfundar: Kollgáta og KRADS. Teymi: Ingólfur Freyr Guðmundsson, Logi Már Einarsson, Ragnar Freyr Guðmundsson, Andrea Sif Hilmarsdóttir, Kristján Eggertsson, Kristján Örn Kjartansson, Brynjar Darri Baldursson, Óli Geir Kristjánsson. Ráðgjafi: Guja Dögg Hauksdóttir

Smelltu hér

Tillaga nr. 090609

Höfundar: A2F arkitektar Teymi: Aðalheiður Atladóttir og Falk Krüger. Aðstoð: Sturla Hrafn Sólveigarson, Anna von Aulock, Franzisk Behr, Filip Nosek. Lóðarhönun: Hermann Georg Gunnlaugsson

Smelltu hér

Tillaga nr. 210702

Höfundar: Öræfi arkitektar

Smelltu hér

Tillaga nr. 2387567

Höfundur: Sigurður Stefán Karlsson

Smelltu hér

Tillaga nr. 600155

Höfundar: Esja Architecture

Smelltu hér

Tillaga nr. 6004

Höfundar: Arkibygg. Teymi: Ástríður Birna Árnadóttir, Atli Davíð Smárason, Stefanía Helga Pálmarsdóttir og Veronika Lomachevska

Smelltu hér

Tillaga nr: 75668

Höfundar: KURTOGPI Teymi: Ásmundur Hrafn Sturluson, Steinþór Kári Kárason, Gunnhildur Melsteð, Jóhanna Høeg Sigurðardóttir, Nana Finnsdóttir, Sigurbergur Hákonarson og Þórbergur Friðriksson.

Smelltu hér

Tillaga nr. 87346

Höfundar: Hornsteinar arkitektar

Smelltu hér

Tillaga: Býflug

Höfundar: April arkitektar

Smelltu hér

Tengt efni

  • Sótt um 384 milljónir í Hönnunarsjóð

  • Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2024 snúast um sjálfbæra byggingarstarfsemi

  • ,,Ótrúlega gefandi starf með frábæru fólki"

Dagsetning
22. febrúar 2024
Höfundur
Gerður Jónsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • Arkitektúr
  • Samkeppnir

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200