Ný stjórn FÍT
![](https://images.prismic.io/midstod-honnunar-og-arkitekturs/Z4DxuZbqstJ99To3_FIT-Stjorn-2025.jpg?auto=format,compress&rect=0,1,8000,4499&w=1620&h=911)
Aðalfundur FÍT 2024 var haldinn í Fenjamýri í Grósku þann 9. desember síðastliðinn þar sem ný stjórn var kjörin.
Gísli Arnarson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður og kann FÍT honum bestu þakkir fyrir góð störf á undanförnum árum. Alexander Le Sage De Fontenay og Elís Gunnarsdóttir sitja áfram í stjórn og Elías Rúni heldur áfram sem fulltrúi Fyrirmyndar.
Eitt sæti í stjórn var laust, sem og staða formanns og nemandafulltrúa.
Dagur Eggertsson bauð sig fram sem nemendafulltrúa og var kosinn án mótframboðs.
Hildur Helga Jóhannsdóttir og Sif Svavarsdóttir buðu sig fram í laust sæti í stjórn. Hildur Helga Jóhannsdóttir hlaut meirihluta atkvæða og tekur sæti í stjórn.
Anton Jónas Illugason bauð sig fram sem formann FÍT og var kosinn án mótframboðs.
Stjórn FÍT býður nýtt fólk velkomið til starfa og hlakkar til komandi starfsárs!