Opið fyrir umsóknir í menningarsjóð Kópavogsbæjar

20. október 2021
Frá sýningu Þykjó í Menningarhúsum Kópavogsbæjar á HönnunarMars í maí 2021. Mynd/Anton Brink

Árlega styrkir Kópavogsbær einstaklinga, hópa og hátíðir úr lista- og menningarsjóði bæjarins. Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr lista- og menningarsjóði vegna verkefna á næsta ári. Umsóknum skal skila fyrir 22. október 2021. 

Hlutverk sjóðsins er að efla menningarlífið í Kópavogi í samræmi við menningar-stefnu bæjarins. Styrkir eru veittir til einstaklinga, listhópa, félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana á sviði lista, hönnunar eða arkitektúrs, sem eru í samræmi við menningarstefnu Kópavogs-bæjar. Umsækjendur um styrki verða að sýna fram á gildi verkefnisins fyrir lista- og menningarlífið í Kópavogi, getu til að hrinda verkefninu í framkvæmd og leggja fram skýra fjárhagsáætlun.

Við mat á umsóknum verður sérstaklega litið til verkefna og viðburða sem þjóna íbúum í sem flestum hverfum bæjarfélagsins. Lista- og menningarráð fer yfir umsóknir.

Dagsetning
20. október 2021
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar
  • Sjóðir