Opnunarhátíð vegna bókar Trausta Valssonar: „List og hönnun”
ATH. FRESTUN DAGSETNINGAR ÚTGÁFUHÁTÍÐAR vegna bókar Trausta Valssonar „List og hönnun” TIL 2. okt. kl. 17.
Opnunarhátíð vegna bókar Trausta Valssonar: „List og hönnun” verður í sal Þjóðarbókhlöðunnar á 2. hæð fimmtudaginn 2. október kl. 17:00. (Ókeypis bílastæði eftir 17).
Logi Einarson, arkitekt og menningarráðherra verður með opnunarávarpið, og tekur spurningar úr sal á eftir. Bókina skrifaði Trausti vegna 80 ára afmælis síns, sem reyndar er ekki fyrr en um áramótin.
Veitingar verða bæði fastar og fljótandi, og píanóleikur mun skapa stemningu.
Vonumst eftir að sjá ykkur sem flest.
UM BÓKINA:
Bókin fylgir ævisögulegum þræði Trausta en í henni segir hann t.d. frá verkum sínum á sviði listar og hönnunar. Um leið greinir hann frá hönnunarteoríum sem hann hefur mótað á ferli sínum um þessi svið m.a. í doktorsnámi sínu í Berkeley í Kaliforníu.
Heiti kafla gefur innsýn í efni bókarinnar: Nám í arkitektúr er myndlistarnám; Að túlka karekter með myndum, og Innleiðing tilfinningavíddar í hönnun. Í viðauka er ensk þýðing á texta bókarinnar.
Bókina ritaði höfundurinn vegna 80 ára afmæli síns sem er í ársbyrjun 2026. Höfundurinn hefur komið víða við sögu í umræðu í þjóðfélaginu um málefni hönnunar og skipulags. Bókin gefur gott yfirlit um þessa merkilegu vegferð.


