Orlofssjóður BHM niðurgreiðir margvíslega þjónustu fyrir sjóðsfélaga árið 2021

12. janúar 2021
BHM Orlofssjóður

Stjórn Orlofssjóðs BHM mun ráðstafa auknu fé í niðurgreiðslur á hótelgistingu, flugfargjöldum, veiðikortum, útilegukortum og ýmsum gjafabréfum fyrir sjóðsfélaga frá því sem verið hefur. Á móti verður dregið úr framboði orlofshúsa og íbúða á sumrin. Niðurgreiðslum á ferðaávísunum, gjafabréfum og kortum verður háttað með eftirfarandi hætti á þessu ári.

Það sem í boði verður er Gjafabréf í flug (Icelandair/Ernir/Air Iceland Connect), Ferðaávísun á hótelmiða, Gjafabréf hjá Ferðafélagi Íslands (FÍ) og Útivist, Útileigukortið og Veiðikortið. Endilega kynnið ykkur niðurgreiðsluna og ykkar rétt.

Frekari upplýsingar á vef BHM

Dagsetning
12. janúar 2021
Höfundur
Gerður Jónsdóttir

Tögg

  • Arkitektúr
  • BHM
  • Orlofssjóður