Óskað eftir abstrakt - Norræna skipulagsráðstefnan PLANNORD

15. janúar 2024

Norræna ráðstefnan PLANNORD verður haldin í Reykjavík 21. - 23. ágúst á þessu ári. Ráðstefnan er nú haldin í ellefta sinn og fer hún fram á Hótel Natura í Reykjavík. Ráðstefnan er einstakt tækifæri til að fylgjast með umfjöllun um skipulagsmál í norrænu samhengi, rannsóknir á sviðinu, tækifæri og áskoranir.

Tekið er á móti abstraktum til 1. febrúar 2024. Óskað er eftir umsóknum frá fræðafólki, starfandi sérfræðingum og doktorsnemum, með skírskotun til viðfangsefnis málþingsins með sérstakri áherslu á sex málstofur. Doktorsnámskeið fer fram rétt á undan ráðstefnunni, 21. ágúst.

Allar frekari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á heimasíðu ráðstefnunnar PLANNORD.

 

Dagsetning
15. janúar 2024
Höfundur
Gerður Jónsdóttir

Tögg

  • Arkitektúr