Pétur H. Ármannsson, arkitekt sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Pétur H. Ármannsson, arkitekt ásamt forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, forsetafrú. Mynd/Forseti.is

Pétur H. Ármannsson arkitekt, var þann 1. janúar síðastliðinn sæmdur, af forseta Íslands, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Pétur hlaut ridd­ara­kross fyr­ir rann­sókn­ir á sögu bygg­ing­ar­list­ar á Íslandi og miðlun þekk­ing­ar á því sviði.

Pétur starfar sem arkitekt og sviðstjóri hjá Minjastofnun Íslands. Hann lauk prófi í arkitektúr frá háskólanum í Toronto í Kanada árið 1986 og lauk meistaraprófi í arkitektúr frá Cornell-háskóla árið 1990.

Pétur hefur unnið sem arkitekt og sjálfstætt starfandi fræðimaður ásamt því að hafa byggt upp og stýrt Byggingarlistadeild Listasafns Reykjavíkur um árabil. Pétur hefur ritað fjölda bóka og greina og fengist við kennslu um íslenska byggingarlist. Á síðasta ári tók Pétur saman yfirlitsbók um verk Guð­jóns Samúels­sonar húsa­meistara ríkisins en bókin er tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Íslands.

Athöfnin fór fram á Bessastöðum en var öðruvísi en venjulega vegna sóttvarnareglna.

Þeir sem hlutu fálka­orðuna voru eft­ir­tald­ir:

 • Bernd Ogrodnik brúðumeist­ari, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til brúðuleik­húss og ís­lenskr­ar menn­ing­ar
 • Björn Þór Ólafs­son fyrr­ver­andi íþrótta­kenn­ari, Ólafs­firði, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til skíðaíþrótta, fé­lags­mála og menn­ing­ar­lífs í heima­byggð
 • Bryn­dís Guðmunds­dótt­ir tal­meina­fræðing­ur, Reykja­nes­bæ, ridd­ara­kross fyr­ir störf og fræðslu á sviðum tal­meina­fræði og tákn­máls
 • Hall­dór Benóný Nell­ett skip­herra, Seltjarn­ar­nesi, ridd­ara­kross fyr­ir for­ystu á vett­vangi land­helg­is­gæslu og björg­un­ar­starfa
 • Helga Sif Friðjóns­dótt­ir geðhjúkr­un­ar­fræðing­ur, Kópa­vogi, ridd­ara­kross fyr­ir brautryðjanda­störf á vett­vangi skaðam­innk­un­ar fyr­ir fíkni­efna­neyt­end­ur og aðra jaðar­setta hópa
 • Helgi Ólafs­son raf­virkja­meist­ari, Raufar­höfn, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til at­vinnu­lífs, lista og menn­ing­ar í heima­byggð
 • Hrafn­hild­ur Ragn­ars­dótt­ir fyrr­ver­andi pró­fess­or, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir rann­sókn­ir og miðlun þekk­ing­ar um mál og mál­notk­un, málþroska barna og þróun læsis
 • Jón Atli Bene­dikts­son rektor, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til alþjóðlegra vís­inda og ný­sköp­un­ar á sviði fjar­könn­un­ar og sta­f­rænn­ar mynd­grein­ing­ar og störf í þágu há­skóla­mennt­un­ar
 • Pét­ur H. Ármanns­son arki­tekt, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir rann­sókn­ir á sögu bygg­ing­ar­list­ar á Íslandi og miðlun þekk­ing­ar á því sviði
 • Pét­ur Guðfinns­son fyrr­ver­andi út­varps­stjóri, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir for­ystu­störf á vett­vangi ís­lenskra fjöl­miðla
 • Sigrún Árna­dótt­ir þýðandi, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir þýðing­ar­störf og fram­lag til ís­lenskr­ar barna­menn­ing­ar
 • Sigrún Edda Björns­dótt­ir leik­kona, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­ar leik­list­ar
 • Vanda Sig­ur­geirs­dótt­ir lektor og fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til knatt­spyrnu kvenna og bar­áttu gegn einelti
 • Vil­borg Ing­ólfs­dótt­ir hjúkr­un­ar- og lýðheilsu­fræðing­ur, Reykja­vík, ridd­ara­kross fyr­ir fram­lag til hjúkr­un­ar og heil­brigðisþjón­ustu á Íslandi og á alþjóðavett­vangi
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

 • Greinar
 • Arkitektúr