Rammagerðin fagnar íslenskri hönnun

24. nóvember 2022

Verslun Rammagerðarinnar í Hörpu fagnar 1 árs afmæli á laugardaginn með veislu til heiðurs íslenskri hönnun en verslunin selur einungis vörur eftir íslenska hönnuði og listamenn. Spennandi nýjungar kynntar og hönnuðir verða á staðnum.

Verslunin er hönnuð af Basalt arkitektum og er rúmlega 300 fm2, eingöngu með íslenskum vörumerkjum og hönnun. 

Veislan stendur frá kl. 14-17 á laugardaginn 26. nóvember þar sem meðal annars verður Hönnunarhappdrætti undir yfirskriftinni „Afsakið alla þessa íslensku hönnun“ þar sem Berglind Festival dregur út glæsilega vinninga. Gestir fá sérstakan taupoka eftir Sísí Ingólfsdóttur á meðan birgðist endast. 

Spennandi nýjungar verða kynntar eins og silkislæðulínuna Fjara sem er samstarf Morra og Rammagerðarinnar. Nýtt samstarf Rammagerðarinnar og Anítu Hirlekar, Eden ullarteppi og peysa ásamt bol mánaðarins sem söngkonan Bríet á heiðurinn af að þessu sinni. 

Dagsetning
24. nóvember 2022
Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Greinar