Reykjavíkurborg auglýsir eftir arkitekt, landslagsarkitekt eða skipulagsfræðingi

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur auglýsir eftir verkefnastjórum til starfa á deild skipulagsmála á skrifstofu skipulags- og byggingarmála. Um er að ræða fjölbreytt starf í skapandi og faglegu starfsumhverfi þar sem teymisvinna, nýsköpun og framsækni er höfð að leiðarljósi. Á skrifstofunni starfar kraftmikið og hugmyndaríkt teymi með brennandi áhuga á margþættri skipulagsvinnu og borgarþróun. Verkefnin eru fjölbreytt og tengjast þróun byggðar í ólíkum mælikvörðum, frá hverfisskipulagi yfir í deiliskipulög á stórum sem smáum reitum. Verkefnin fjalla um skipulagsmál og samhengi þeirra við umhverfið, sögu, lýðheilsu, loftslagsmál, samgöngur og fleira.
Gerð er m.a. krafa um að viðkomandi hafi háskólamenntun í arkitektúr, landslagsarkitektúr eða skipulagsfræðum og haldbæra reynslu af skipulagsmálum, málsmeðferð skipulagsáætlana og hæfni til að miðla þekkingu.