Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
    • Nýjast
    • Greinar
    • HönnunarMars
    • Viðtöl
    • Aðsent
    • Hönnunarmars
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Hönnunarsjóður
    • Útlínur framtíðar - Hönnunarstefna 2030
    • Samkeppnir&Valferli
    • Skapalón
    • Góðar leiðir
    • HA – tímarit um íslenska hönnun og arkitektúr
    • Ertu að leita að hönnuði og arkitekt?
    • Verslanir sem selja íslenska hönnun
    • LHÍ hönnun og arkitektúrdeild
    • Hönnunarsafn Íslands
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Hönnunarsjóður
    • Hönnunarverðlaun Íslands
    • Styrkir
    • Samningar
    • Hönnunarnám
    • Ráðstefnur og sýningar
    • Félög hönnuða og arkitekta
    • Arkitektafélag Íslands
    • Félag íslenskra landslagsarkitekta
    • Félag húsgagna- og innanhússarkitekta
    • Félag íslenskra teiknara
    • Fatahönnunarfélag Íslands
    • Félag vöru-og iðnhönnuða
    • Félag íslenskra gullsmiða
    • Leirlistafélag Íslands
    • Textílfélagið
    • Starfsemi og hlutverk
    • Starfsfólk
    • Stjórnir
    • Hafa samband
    • Útgefið efni
  • hönnunarverðlaun Íslands
    • English
    • Íslenska

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
hönnunarverðlaun Íslands
Aftur í HA/fréttir
    • English
    • Íslenska

Samantekt frá aðalfundi ECIA - European Council of Interior Architects 2022

European Council of Interior Architects (ECIA) fagnaði 30 ára afmæli sínu á aðalfundi félagsins í Flórens

Þann 24. september 2022 hélt ECIA aðalfund sinn og fagnaði 30 ára afmæli sínu í Flórens á Ítalíu. Í tilefni af þessum sérstaka viðburði komu saman meira en 100 þátttakendur frá hinum ýmsu aðildarfélögum, auk gesta eins og fyrrverandi forsetar og stjórnarfólk, fulltrúar hugsanlegra nýrra félaga, Alþjóðasamband innanhússarkitekta (IFI) og Arkitektaráð Evrópu (ACE) í hinum tilkomumikla Sala Degli Specchi (Speglasalnum) í Palazzo Medici Riccardi.

Hringborðsumræður voru haldnar þar sem mikilvægar spurningar sem snerust um endurnýtingu bygginga og þörfin á fleiri stöður í doktorsnámi fyrir innanhússarkitekta voru ræddar.

Martin Thörnblom, forseti ECIA, kallaði við þetta tækifæri innanhússarkitekta til að standa saman til að sigrast á orkukreppunni sem nú herjar á Evrópu og lagði áherslu á framlag innanhússarkitekta til lausna til að berjast gegn loftslagsbreytingum.

"Á tímum eins og í dag með heimsfaraldrinum, stríðs- og orkukreppum viðurkenna allir þörfina á áþreifanlegum aðgerðum til að ná fram viðráðanlegu og sjálfbæru umhverfi og húsnæði. Þetta er þar sem innanhússarkitektarnir gegna mikilvægu hlutverki og geta lagt mikið af mörkum til að hjálpa Evrópu að verða grænni , sjálfbærari og fallegri“.

Hann þakkaði ítölsku samtökum innanhússhönnuða (AIPi) fyrir hlýjar móttökur og frábæra skipulagningu viðburðarins í hinum fallega Sala Degli Specchi í Palazzo Medici Riccardi.

ECIA er fulltrúi evrópskra fagfélaga í innanhússarkitektúr/hönnun. Undanfarin 30 ár hefur verið vaxandi fjöldi meðlima innan ECIA og á aðalfundinum í Flórens var franska félagið "Pôle Action" samþykkt sem nýr meðlimur. Á undanförnum árum hefur verið gerð rannsókn til að safna gögnum um fagið og rammi (ECIA Charter) utanum menntun og siðareglur innanhússarkitekta hafa verið endurskoðaðar - þetta eru tæki til að auka viðurkenningu og sýnileika sem og til að styrkja fagið. Þessi markmið verða einnig meginmarkmið ECIA næstu áratugina í því skyni að ná almennri viðurkenningu opinberra aðila og löggjafaraðila á vettvangi sveitarfélaga, lands og ESB á faginu. Annað mikilvægt markmið ECIA er að skiptast á þekkingu og dæmum um bestu starfsvenjur meðal félagsmanna. Í framhaldinu verður efnt til samkeppni um verkefni í innanhússarkitektúr og veitt verðlaun fyrir framúrskarandi verkefni um alla Evrópu.

Martin Thörnblom, ECIA President

www.ecia.net

Brussels, 10 October 2022

Sala degli Specchi er glæsilegur salur í Medici höllinni í Flórens.
Fjölmennt var á aðalfundinn og mættu aðilar frá öllum aðildarfélögunum.
Öll aðildarfélögin héldu kynningu á hvað hefur drifið á daga þeirra síðastliðið ár.
Stjórn ECIA með fráfarandi stjórnarmeðlimi Teresu frá Spáni fyrir miðju.
Hringborðsumræður voru í lok fundar.
Höfundur
Rósa Dögg Þorsteinsdóttir

Deila

  • Facebook
  • Twitter
  • Pinterest

Tögg

  • FHI
  • Greinar

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Gróska, Bjargargata 1
102 Reykjavik

info@honnunarmidstod.is

  • Facebook
  • Instagram
  • Vimeo
  • Pinterest
© Hönnunarmiðstöð 2025.

Sími 771 2200