Samkeppni - My Norden Poster 2022

Come to Finland, Come to Sweden, félagið the Poster Hunters í samstarfi við Nordiska museet í Stokkhólmi standa fyrir opinni samkeppni þar sem leitað er að nýrri nálgun á hinu klassíska ferðaplagati fyrir Norðurlöndin.
Samkeppnin er opin öllum grafískum hönnuðum, teiknurum og öðrum listamönnum. Fyrstu verðlaun eru 30.000 SEK og verða fyrstu fimm tillögurnar til sýnis á sýningunni Come to Norden sem opnar í Nordiska museet í mars.
Skilafrestur er til 6. febrúar.
