Skipulagsdagurinn haldinn í Grósku 19. október

16. október 2023

Skipulagsdagurinn 2023 verður haldinn hátíðlega fimmtudaginn 19. október kl. 9.00-16.00 með árlegu málþingi um skipulagsmál. Skipulagsdagurinn fer fram í Grósku, hugmyndahúsi, við Bjargargötu 1 í Reykjavík og er haldinn í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Í ár verður kastljósinu beint að hvítbók um skipulagsmál sem var birt í samráðsgátt stjórnvalda í lok september. Dagskrána er að finna hér fyrir neðan en deginum verður skipt upp í fjögur meginþemu sem eru eftirfarandi: 1) Landsskipulagsstefna, 2) uppbygging húsnæðis og gæði byggðar, 3) aðlögun að loftslagsbreytingum, og 4) skipulag á miðhálendi Íslands.

Öll áhugasöm eru hjartanlega velkomin og fer skráning fram hér. Viðburðinum verður jafnframt streymt á Facebook-síðu og heimasíðu Skipulagsstofnunar. Ekki er þörf á að skrá sig til að fylgjast með streyminu.

Ráðstefnugjald er 6.000 krónur en innifalið í því er hádegisverður og síðdegishressing. Sérstakur afsláttur er fyrir nema, en þeir greiða 3.000 krónur.

Hægt er að skoða nákvæma dagskrá Skipulagsdagsins hér.

Dagsetning
16. október 2023
Höfundur
Gerður Jónsdóttir

Tögg

  • Arkitektúr