Stikla - Morra

25. maí 2019

Morra er nýtt íslenskt hönnunarmerki eftir fatahönnuðinn Signýju Þórhallsdóttur. Fyrsta línan nefnist Sveigar og samanstendur af áprentuðum silkislæðum og veggspjöldum sem unnin eru út frá blekteikningum af jurtum úr íslensku sumri; smáblómum, harðneskjulegum jurtum og slæðingum.

Signý verður með vinnustofu í anddyri Hönnunarsafns Íslands frá júníbyrjun og fram í september þar sem safngestum gefst tækifæri til að fylgjast með framvindu nýrra verka. Morra fæst í Epal, Skeifunni og verslun Hönnunarsafns Íslands.

morra_reykjavik
Morra hlakkar til #hönnunarmars2019 ✨
morra_reykjavik
Takk fyrir mig #hönnunarsjóður ! 🧡
Dagsetning
25. maí 2019

Tögg

  • HA
  • HA09
  • Stiklur
  • Fatahönnun