Stikla - Milla Snorrason

Við vinnslu nýjustu línu fatamerkisins Milla Snorrason, „Illikambur“, sótti fatahönnuðurinn Hilda Gunnarsdóttir innblástur í litadýrð og náttúrufegurð samnefnds svæðis á Lónsöræfum.
Á samsýningu í Gallerí Harbinger á HönnunarMars var „Illikambi“ stillt upp í áhugaverðu samspili við óhefðbundna skartgripi sem Studio Hanna Whitehead hannaði sérstaklega fyrir línuna.




Elsku vinir, Kiosk er að flytja um mánaðarmót og af því tilefni er 25% afsláttur af öllum @millasnorrason vörum! 😵😵😵 photo by @rutsigurdar

🌼 Gleðilegt sumar! 🌼
Það styttist í opnun glænýrrar @kioskreykjavik verslunar en þangað til fást vörurnar okkar í @tiskubudinp3 Miðstræti 12 ✌🏻 Mynd: @erikaastrid